TOPPSLAGUR GRINDAVÍKUR OG ÞÓRS

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Grindavík mætir Þór Þorlákshöfn í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld kl. 19:15 en þetta er toppslagur af bestu gerð. Þetta eru liðin sem léku til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra þar sem Grindavík hafði betur með eftirminnilegum hætti. Liðin eru efst og jöfn í deildinni núna, bæði með 20 stig.

Búast má við hörku leik eins og ávallt þegar þessi tvö lið eigast við. Þór lagði Grindavík í fyrri umferð mótsins og frést hefur af því að stuðningsmenn liðsins muni fjölmenna til Grindavíkur. Því eru Grindavíkingar, nær og fjær, hvattir til þess að fjölmenna í Röstina í kvöld og styðja við bakið á okkar mönnum.