Grindavík skellti Aftureldingu

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík vann góðan sigur gegn Aftureldingu, 4-2, í leik í B-deild Fótbolta.net mótsins um helgina. Grindvíkingar, sem leika nú undir stjórn Milans Stefáns Jankovic, voru komnir 3-0 snemma leiks  en þeir gáfu eftir í lokin.

Magnús Björgvinsson skoraði tvö mörk og hinn 17 ára gamli Hákon Ívar Ólafsson eitt en staðan var 3-0 í hálfleik. Jóhann Helgason kom Grindvíkingum í 4-0 en hann hefur snúið aftur í lið Grindavíkur eftir að hafa verið á láni hjá KA á síðustu leiktíð. Afturelding skoraði tvö mörk í síðari hálfleik en komust ekki lengra.
Grindavík er í öðru sæti í Riðli-2 í B-deildinni. Liðið mætir Gróttu næsta á miðvikudaginn og þarf á sigri að halda til að komast áfram.

Grindavík 4 – 2 Afturelding
1-0 Magnús Björgvinsson
2-0 Hákon Ívar Ólafsson
3-0 Magnús Björgvinsson
4-0 Jóhann Helgason
4-1 Fannar Baldvinsson
4-2 Elvar Ingi Vignisson