Góður endasprettur dugði skammt

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Grindavíkurstelpur töpuðu fyrir Snæfelli í Röstinni í gærkvöldi í úrvalsdeild kvenna í körfubolta með 5 stiga mun, 71-76. Líkt og oft áður byrjuðu Grindavíkurstelpur með látum en gestirnir gerðu út um leikinn í öðrum og þriðja leikhluta. Góður  endasprettur Grindavíkurstúlkna dugði skammt.

Grindavík-Snæfell 71-76 (22-14, 8-18, 14-28, 27-16)

Grindavík: Crystal Smith 27/6 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 22/7 fráköst, Helga Rut Hallgrímsdóttir 7/5 fráköst, Jeanne Lois Figeroa Sicat 6, Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir 3, Harpa Rakel Hallgrímsdóttir 2, Berglind Anna Magnúsdóttir 2, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 2.