Daníel Leó á úrtaksæfingar hjá U19

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Daníel Leó Grétarsson leikmaður Grindavík hefur verið kallaður inn á úrtaksæfingar hjá U19 ára landsliðinu í knattspyrnu um næstu helgi. 25 manna hópur hefur verður kallaður inn á æfingarnar en þjálfari liðsins er Kristinn R. Jónsson. Daníel Leó hefur átt fast sæti í liði Grindavíkur á undirbúningstímabilinu og staðið sig með mikilli prýði.

Sigur þrátt fyrir jafntefli!

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík gerði jafntefli við BÍ/Bolungarvík 1-1 í Lengjubikarkarla í knattspyrnu um helgina. Engu að síður verður Grindavík dæmdur 3-0 sigur því Djúpmenn notuðu tvo ólöglega leikmenn í leiknum sem þeir voru með til reynslu. Eins og í undanförnum leikum tefldi Grindavík fram ungu liði sem stóð sig með prýði. Gylfi Örn Öfjörð kom Grindavík yfir en BÍ/Bolungarvík jafnaði metin stundarfjórðungu …

Stórtap gegn Stjörnunni

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík steinlá fyrir Stjörnunni í úrvalsdeild karla í körfubolta þegar liðin mættist í Garðabæ í kvöld. Þar með tókst Grindavík ekki að hefna fyrir tapið í bikarúrslitaleiknum um síðustu helgi. Stjarnan gerði út um leikinn í þriðja leikhluta með því að skora 34 stig gegn 18 stigum Grindvíkinga. Stjarnan-Grindavík 104-82 (30-25, 19-18, 34-18, 21-21)   Grindavík: Aaron Broussard 21/10 fráköst/6 …

Grindavík rótburstaði Skallagrím

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík rótburstaði nýliða Skallagríms með 107 stigum gegn 65 í úrvalsdeild karla í körfubolta í Röstinni. Páll Axel Vilbergsson var fjarri góðu gamni hjá Skallagrími auk þess sem liðið er aðeins með bandarískan leikmann. Yfirburðir Grindvíkinga voru í raun ótrúlegir en yngri leikmenn fengu að spreyta sig sem var virkilega jákvætt. Grindavík lagði gestina með 42ja stiga mun, 107 stigum …

Gáfu eftir á lokasprettinum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík tapaði fyrir KR 59-47 í úrvalsdeild kvenna í körfubolta þegar liðin mætust í íþróttahúsi KR. Nýr bandarískur leikmaður KR reyndist Grindavíkurliðinu erfiður.  Grindavík byrjaði betur og hafði fimm stiga forskot eftir fyrsta leikhlutann. En í öðrum leikhluta hrökk KR í gang og hafði yfir í hálfleik 34-26. Grindavík tókst að minnka muninn í þriðja leikhluta en eins og svo …

Páll Axel í heimsókn í Röstina

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík fær ekki langan tíma til að sleikja sárin eftir bikarúrslitaleikinn um helgina. Grindavík tekur á móti Skallagrími í Röstinni í kvöld kl. 19:15. Fremstur í flokki gestanna er að sjálfsögðu Grindvíkingurinn Páll Axel Vilbergsson sem var fyrirliði Grindavík sl. vor þegar félagið hampaði Íslandsmeistaratitli. Páll Axel hefur spilað vel með Skallagrími í vetur. Verður gaman að sjá hann á …

Nýjung – Tækniæfingar í fótboltanum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Knattspyrnudeild UMFG býður upp á eftirfarandi nýjungar: Tækniæfingar fyrir hressa og káta fótboltakrakka á öllum aldri á mánudögum kl. 14:00-15:00 í Hópinu. Umsjón: Yfirþjálfari yngri flokka ásamt góðum gestum.   Tækniæfingar fyrir 3. og 4. flokk drengja og stúlkna á miðvikudögum kl. 06:10 – 07:10. Umsjón:  Yfirþjálfari yngriflokka ásamt góðum gestum.  

Aðalfundur knattspyrnudeildar

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Aðalfundur knattspyrnudeildar UMFG fór fram í síðustu viku. Að sögn heimasíðu UMFG var ágætlega mætt og fór fundurinn fram með hefðbundnu sniði. Jónas Þórhallsson, formaður stjórnar, las upp skýrslu stjórnar. Grétar Schmidt, formaður unglingaráðs, greindi frá starfi yngri flokka og Þórhallur Benónýsson gjaldkeri fór yfir fjármálin. Helstu niðurstöður úr ársreikning eru m.a. að tap á síðasta ári var 3,9 milljónir …

Grátlegt tap í Laugardalshöll

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindvíkingar þurftu að sætta sig við silfrið í þriðja sinn á fjórum árum í bikarúrslitum karla í körfubolta. Grindavík steinlá fyrir Stjörnunni 79-91 í Laugardalshöll og var sigur Garðbæinga fyllilega verðskuldaður. Grindvíkingar náðu sér einfaldlega aldrei á strik. Lykilmenn voru langt frá sínu besta, hittnin léleg og viljinn meiri hjá Garðbæingum. Góður stuðningur fjölmargra Grindvíkinga á pöllunum hafði lítið að …

Töpuðum fyrir betra liði

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Þjálfari Grindvíkinga, Sverrir Þór Sverrisson, var auðmjúkur eftir bikarúrslitaleikinn í Laugardalshöll enda ekki annað hægt eftir að hafa tapað fyrir betra liði.  ,,Við vorum slakir. Auðvitað komu menn til leiks og ætluðu sér að spila sinn besta leik. En við lentum í hælunum í vörninni og hittum afleitlega. Stjarnan hitti á frábæran leik og við töpuðum fyrir betra liði í …