Aðalfundur knattspyrnudeildar

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Aðalfundur knattspyrnudeildar UMFG fór fram í síðustu viku. Að sögn heimasíðu UMFG var ágætlega mætt og fór fundurinn fram með hefðbundnu sniði. Jónas Þórhallsson, formaður stjórnar, las upp skýrslu stjórnar. Grétar Schmidt, formaður unglingaráðs, greindi frá starfi yngri flokka og Þórhallur Benónýsson gjaldkeri fór yfir fjármálin. Helstu niðurstöður úr ársreikning eru m.a. að tap á síðasta ári var 3,9 milljónir og engin skuld til leikmanna.

Önnur mál voru rædd og kosið í nýja stjórn. Ingvar Guðjónsson og Þórarinn Kr. Ólafsson koma nýjir inn í stjórn í stað Sveins Guðjónssonar og Bjarna Þórs Ólasonar þannig að eftirfarandi aðilar skipa núverandi stjórn:

  • Jónas Þórhallsson, formaður.
  • Sigurður Halldórsson,
  • Rúnar Sigurjónsson,
  • Þórhallur Benónýsson
  • Ragnar Ragnarsson
  • Ingvar Guðjónsson
  • Þórarinn Kr. Ólafsson

Skýrslu formanns má lesa hér.

Mynd: Stjórn knattspyrnudeildar UMFG 2013. Efri röð frá vinstri: Ragnar Ragnarsson, Þórarinn Ólafsson, Ingvar Guðjónsson og Eiríkur Leifsson framkvæmdastjóri. Neðri röð frá vinstri: Sigurður Halldórsson, Jónas Þórhallsson, Rúnar Sigurjónsson og Þórhallur Benónýsson.