Gáfu eftir á lokasprettinum

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Grindavík tapaði fyrir KR 59-47 í úrvalsdeild kvenna í körfubolta þegar liðin mætust í íþróttahúsi KR. Nýr bandarískur leikmaður KR reyndist Grindavíkurliðinu erfiður. 

Grindavík byrjaði betur og hafði fimm stiga forskot eftir fyrsta leikhlutann. En í öðrum leikhluta hrökk KR í gang og hafði yfir í hálfleik 34-26. Grindavík tókst að minnka muninn í þriðja leikhluta en eins og svo oft áður gáfu Grindavíkurstelpur eftir á lokasprettinum. Þær skoruðu aðeins 6 stig í fjórða leikhluta.

KR-Grindavík 59-47 (10-15, 24-11, 10-15, 15-6)

Grindavík: Petrúnella Skúladóttir 19, Crystal Smith 9, Helga Rut Hallgrímsdóttir 9/11 fráköst, Berglind Anna Magnúsdóttir 6, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 2/5 fráköst, Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir 2.