Páll Axel í heimsókn í Röstina

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Grindavík fær ekki langan tíma til að sleikja sárin eftir bikarúrslitaleikinn um helgina. Grindavík tekur á móti Skallagrími í Röstinni í kvöld kl. 19:15. Fremstur í flokki gestanna er að sjálfsögðu Grindvíkingurinn Páll Axel Vilbergsson sem var fyrirliði Grindavík sl. vor þegar félagið hampaði Íslandsmeistaratitli.

Páll Axel hefur spilað vel með Skallagrími í vetur. Verður gaman að sjá hann á sínum gömlu heimaslóðum gegn toppliði Grindavíkur en Skallagrímur er í áttunda sæti.