Jóhann tryggði Grindavík sigur

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Jóhann Helgason tryggði Grindvíkingum sigur gegn Fjölnismönnum þegar liðin áttust við í A-deild Lengjubikarkeppninnar í knattspyrnu í Reykjaneshöllinni í gærkvöld. Grindavík hafði betur með einu marki gegn engu. Grindvíkingar fengu 10 stig í sjö leikjum sínum, jafnmörg og ÍBV en liðin enduðu í 4.-5. sæti. Fjölnir er með 2 stig en liðið á einn leik eftir.

Gísli Þráinn Íslandsmeistari í bardaga

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Taekwondókappinn Gísli Þráinn Þorsteinsson vann til gullverðlauna í sínum flokki á Íslandsmótinu í bardaga sem haldið var í Laugardalnum fyrir skömmu. Gísli stóð sig frábærlega vel og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn á afar sannfærandi hátt. Á myndinni eru Björn Lúkas og Gísli Þráinn.

Steinlágu í Vesturbænum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Íslandsmeistarar Grindavíkur voru teknir í bakaríið af KR-ingum í öðrum undanúrslitaleik liðanna í úrslitakeppni körfuboltans og er staðan í einvígi jöfn 1-1. KR vann með 18 stiga mun og var mun sterkari aðilinn allan tímann.  Lykilmenn Grindvíkinga voru langt frá sínu besta. Það voru aðallega varamennirnir Ryan Pettinella og Davíð Ingi Bustion sem létu eitthvað að sér kveða þegar þeir …

Liðsstyrkur til Grindavíkur

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindvíkingar hafa gert eins árs samning við slóvenska varnarmanninn Alen Sutej en þetta staðfesti Eiríkur Leifsson framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar UMFG. Sutej hefur æft með Grindvíkingum að undanförnu en hann fór með liðinu í æfingaferð til Spánar. Sutej lék með Keflavík 2009 og 2010 áður en hann gekk til liðs við FH. Þar var Sutej að glíma við erfið meiðsli en hann …

Grindavík fer vel af stað

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík lagði KR með 8 stiga mun, 95 stigum gegn 87, í fyrsta undanúrslitaleik liðanna í úrvalsdeild karla í körfubolta. Aaron Broussard var maður leiksins en hann skoraði 31 stig og tók 11 fráköst. Hann steig ítrekað upp í þessum leik fyrir Grindvíkinga og setti niður stórar körfur þegar á reyndi. Jóhann Árni átti einnig mjög góðan leik og skoraði …

Jóhann Árni: Virkilega ánægður með úrslitin

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

„Ég er virkilega ánægður með úrslitin. KR er með hörkulið en við teljum okkur vera það líka og því mátti búast við spennandi leik,” sagði Jóhann Árni Ólafsson, leikmaður Grindavíkur við Vísi. Hann átti skínandi góðan leik gegn KR og skoraði 28 stig. „Ég er nokkuð sáttur með spilamennskuna hjá mér en miklu sáttari með sigurinn, það er það eina …

Nú er það KR!

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Undanúrslitarimma Grindavíkur og KR í körfubolta karla hefst í kvöld þegar Grindavík tekur á móti KR í Röstinni kl. 19:15. KR-ingar komu mjög á óvart með því að sópa Þór Þorlákshöfn út í átta liða úrslitum og Grindavík fór létt með Skallagrím. Grindvíkingar eru hvattir til þess að mæta í Röstina í kvöld og styðja við bakið á okkar strákum!

Stórsigur gegn Njarðvík – Urðu í sjötta sæti

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík burstaði Íslandsmeistara Njarðvíkur í lokakeppni úrvalsdeildar kvenna í körfubolta í Röstinni í gærkvöldi með 109 stigum gegn 55. Eyrún Ösp Ottósdóttir átti stórleik og skoraði 26 stig. Hvorugt liðið átti möguleika á að komast í úrslitakeppnina en Grindavík varð í sjötta sæti deildarinnar. Grindavík-Haukar 109-55 (26-15, 31-11, 26-19, 26-10) Grindavík: Eyrún Ösp Ottósdóttir 26, Crystal Smith 20/7 fráköst/5 stoðsendingar/8 …

Lokaumferð úrvalsdeildar kvenna í körfubolta

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Lokaumferð úrvalsdeildar kvenna fer fram í kvöld. Grindavík tekur á móti Haukum í Röstinni kl. 19:15. Leikurinn hefur ekkert að segja varðandi úrslitakeppnina eða fallabaráttuna í deildinni en bæði liðin sigla lygnan sjó. Haukar eru í fimmta sæti með 26 stig en Grindavík í sjötta sæti með 16 stig. Helsta keppikefli Grindavíkurstúlkna er að halda sjötta sætinu í deildinni sem …

Grindavík sló út Skallagrím og mætir KR í undanúrslitum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík átti ekki í nokkrum vandræðum með að leggja Skallagrím að velli 102-78 í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum úrvaldseildar karla í körfubolta. Þar með tryggði Grindavík sér sæti í undanúslitum og mætir þar KR. Grindavík byrjaði vel og náði 11 stiga forskot eftir fyrsta leikhluta en Aaron Broussard var óstöðvandi og skoraði 17 af 30 stigum Grindavíur. …