Jóhann tryggði Grindavík sigur

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Jóhann Helgason tryggði Grindvíkingum sigur gegn Fjölnismönnum þegar liðin áttust við í A-deild Lengjubikarkeppninnar í knattspyrnu í Reykjaneshöllinni í gærkvöld. Grindavík hafði betur með einu marki gegn engu.

Grindvíkingar fengu 10 stig í sjö leikjum sínum, jafnmörg og ÍBV en liðin enduðu í 4.-5. sæti. Fjölnir er með 2 stig en liðið á einn leik eftir.