Lokaumferð úrvalsdeildar kvenna í körfubolta

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Lokaumferð úrvalsdeildar kvenna fer fram í kvöld. Grindavík tekur á móti Haukum í Röstinni kl. 19:15. Leikurinn hefur ekkert að segja varðandi úrslitakeppnina eða fallabaráttuna í deildinni en bæði liðin sigla lygnan sjó. Haukar eru í fimmta sæti með 26 stig en Grindavík í sjötta sæti með 16 stig.

Helsta keppikefli Grindavíkurstúlkna er að halda sjötta sætinu í deildinni sem liðinu tekst með sigri í kvöld. Tapi hins vegar Grindavík og Njarðvík tekst að leggja Val að velli hafa Njarðvík og Grindavík sætaskipti.