Grindavík á toppinn eftir stórsigur á BÍ/Bolungarvík

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík tyllti sér á topp 1. deildar karla eftir glæsilegan sigur á BÍ/Bolungarvík 6-1 á Grindavíkurvelli. Magnús Björgvinsson opnaði markaveisluna en Grindvíkingurinn í liði Vestfirðinga, Alexander Veigar Þórarinsson, jafnaði metin. Stefán Þór Pálsson kom svo Grindavík aftur yfir skömmu fyrir leikhlé með skondnu marki. Í upphafi seinni hálfleiks var röðin komin að Scott Ramsey sem sýndi að hann er ekki …

Grindavíkurstelpur skelltu KR!

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík byrjaði 1. deild kvenna með glæsibrag en stelpurnar gerðu sér lítið fyrir og skelltu KR 4-3 í Frostaskjóli í opnum og dramatískum leik. Grindavík skoraði tvö mörk með mínútu millibili, fyrst Sara Hrund Helgadóttir úr vítaspyrnu og svo skoraði Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir. KR minnkaði muninn en Anna Þórunn Guðmundsdóttir kom Grindavík í 3-1 og þannig var staðan í hálfleik. …

Petrúnella og Jóhann Árni í A-landsliðunum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Petrúnella Skúladóttir og Jóhann Árni Ólafsson hafa verið valin í íslensku körfuboltalandsliðin em munu leika fyrir Íslands hönd á Smáþjóðaleikunum sem hefjast í 26. maí næstkomandi og fara fram í Lúxemborg. Þjálfari kvennalandsliðsins er Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Íslandsmeistara Grindavíkur.  

Grindavíkurstelpum spáð 4. sæti í B-riðli

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Íslandsmótið í 1. deild kvenna hefst á morgun. Grindavík spilar í B-riðli og sækir KR heim í fyrsta leik. Samkvæmt spá sérfræðinga fotbolta.net er KR spáð 1. sæti í riðlinum og Grindavík því fjórða.   Það þýðir að Grindavík mun ekki fara upp í úrvalsdeildina gangi þessi spá eftir en Grindavíkurstelpur eru að sjálfsögðu á öðru máli. Um Grindavíkurliðið segir:Grindavík …

Grindavík skellti Keflavík – Mætir Fylki í næstu umferð

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík skellti nágrönnum sínum í Keflavík 3-1 í 1. umferð bikarkeppni kvenna í knattspyrnu á Grindavíkurvelli. Grindavík hafði mikla yfirburði og verðskuldaði sigurinn. Grindavík mætir Fylki í næstu umferð þann 28. maí á Grindavíkurvelli. Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir kom Grindavík yfir og Rebekka Þórisdóttir bætti við örðu marki fyrir leikhlé. Fyrirliðinn Ágústa Jóna Heiðdal skoraði þriðja markið um miðan seinni hálfleik …

Grindavík sækir Hauka heim – Leikurinn í beinni

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík sækir Hauka heim í 1. deild karla í knattspyrnu í kvöld kl. 19:15. Báðum liðum er spáð góðu gengi í sumar, Grindavík tapaði reyndar í fyrstu umferðinni fyrir Víkingi en Haukar lögðu Þrótt á útivelli. Þess má geta að leikurinn verður sýndur beint á netinu, á SPORTV. Grindvíkingar eru hins vegar hvattir til þess að fara á völlinn enda …

Suðurnesjaslagur í bikarkeppni kvenna

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Knattspyrnusumarið hefst formlega hjá Grindavíkurstelpum á morgun, laugardaginn 18. maí, en þá kemur Keflavík í heimsókn í 1. umferð bikarkeppni KSÍ. Leikurinn hefst kl. 14:00 og fer fram á Grindavíkurvelli. Þetta er því nágrannaslagur Suðurnesjaliða af bestu gerð en bæði lið spila í 1. deild. Miklar breytingar hafa orðið á kvennaliði Grindavíkur. Helgi Bogason er tekinn við þjálfun þess og …

Grindavík lagði Hauka

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík vann góðan útisigur á Haukum í 1. deild karla í kvöld með einu marki gegn einu en leikurinn fór fram á gervigrasvellinum á Ásvöllum. Það var bakvörðurinn Jordan Lee Edridge sem skoraði mark Grindavíkur á 34. mínútu. Grindavík lék án fyrirliðans Jóhanns Helgasonar sem er meiddur. Grindavík er það komið með þrjú stig eftir tvær umferðir.

Jón Halldór tekur við kvennaliðinu

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Keflvíkingurinn Jón Halldór Eðvaldsson sem stýra mun Grindavíkurkonum í Domino’s deild kvenna í körfubolta næstu tvö árin.  Jón Halldór tekur því við af Guðmundi og Crystal Smith sem stýrðu liðinu á síðustu leiktíð.  Frá þessu er greint á karfan.is. Grindvíkingar komust ekki í úrslitakeppni Domino´s deildar kvenna þetta tímabilið, höfnuðu í 6. sæti með 9 sigra og 19 tapleiki.   …

Grindavík lagði Ægi – KR í næstu umferð

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík tryggði sér sæti í 32ja liða úrslitum bikarkeppni KSÍ með því að leggja 2. deildarlið Ægis að velli í Þorlákshöfn 4-3. Stefán Pálsson skoraði tvö mörk fyrir Grindavík og þeir Juraj Ggrizelj og Daníel Leó Grétarsson sitt markið hvor. Sigurinn var þó öruggari en tölurnar gefa til kynna en Grindavík komst í 4-1. En Ægismenn voru sprækir á lokasprettinum …