Grindavík sækir Hauka heim – Leikurinn í beinni

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík sækir Hauka heim í 1. deild karla í knattspyrnu í kvöld kl. 19:15. Báðum liðum er spáð góðu gengi í sumar, Grindavík tapaði reyndar í fyrstu umferðinni fyrir Víkingi en Haukar lögðu Þrótt á útivelli.

Þess má geta að leikurinn verður sýndur beint á netinu, á SPORTV. Grindvíkingar eru hins vegar hvattir til þess að fara á völlinn enda stutt að fara á Ásvelli.