Grindavík lagði Ægi – KR í næstu umferð

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Grindavík tryggði sér sæti í 32ja liða úrslitum bikarkeppni KSÍ með því að leggja 2. deildarlið Ægis að velli í Þorlákshöfn 4-3. Stefán Pálsson skoraði tvö mörk fyrir Grindavík og þeir Juraj Ggrizelj og Daníel Leó Grétarsson sitt markið hvor.

Sigurinn var þó öruggari en tölurnar gefa til kynna en Grindavík komst í 4-1. En Ægismenn voru sprækir á lokasprettinum og skoruðu mörk en liðið er undir stjórn Grindvíkingsins Alfreðs Elíasar Jóhannssonar.

Dregið var í hádeginu og sækir Grindavík bikarmeistara KR heim í 32ja liða úrslitum.