Suðurnesjaslagur í bikarkeppni kvenna

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Knattspyrnusumarið hefst formlega hjá Grindavíkurstelpum á morgun, laugardaginn 18. maí, en þá kemur Keflavík í heimsókn í 1. umferð bikarkeppni KSÍ. Leikurinn hefst kl. 14:00 og fer fram á Grindavíkurvelli. Þetta er því nágrannaslagur Suðurnesjaliða af bestu gerð en bæði lið spila í 1. deild.

Miklar breytingar hafa orðið á kvennaliði Grindavíkur. Helgi Bogason er tekinn við þjálfun þess og liðið hefur endurheimt marga af sínum bestu leikmönnum eins og Önnu Þórunni Guðmundsdóttur, Ölmu Rut Garðarsdóttur, Elínborgu Ingvarsdóttur, Söru Hrund Helgadóttur, Hertu Pálmadóttur og þá hefur liðið fengið tvo útlenda leikmenn, frá Bandaríkjunum og Norður-Írlandi.

Keppni í 1. deild kvenna hefst í næstu viku.