Grindavíkurstelpur skelltu KR!

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík byrjaði 1. deild kvenna með glæsibrag en stelpurnar gerðu sér lítið fyrir og skelltu KR 4-3 í Frostaskjóli í opnum og dramatískum leik.

Grindavík skoraði tvö mörk með mínútu millibili, fyrst Sara Hrund Helgadóttir úr vítaspyrnu og svo skoraði Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir. KR minnkaði muninn en Anna Þórunn Guðmundsdóttir kom Grindavík í 3-1 og þannig var staðan í hálfleik.

Í seinni hálfleik kom Anna Þórunn Grindavík fljótlega í 4-1. En KR tókst að minnka muninn í 4-3 og síðasta stundarfjórðunginn sótti KR nokkuð en vörn Grindavíkurliðsins hélt út og þrjú stig í hús. 

Leikskýrslun leiksins má sjá hér.

Næsti deildarleikur er gegn Keflavík en næsti leikur liðsins er í bikarnum gegn Fylki 28. maí.