Grindavík lagði Hauka

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Grindavík vann góðan útisigur á Haukum í 1. deild karla í kvöld með einu marki gegn einu en leikurinn fór fram á gervigrasvellinum á Ásvöllum. Það var bakvörðurinn Jordan Lee Edridge sem skoraði mark Grindavíkur á 34. mínútu.

Grindavík lék án fyrirliðans Jóhanns Helgasonar sem er meiddur. Grindavík er það komið með þrjú stig eftir tvær umferðir.