Bestur í 1.deild: Var alveg að gefast upp á þessu

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

,,Þetta gekk vel hjá öllu liðinu og þetta var góður sigur,” segir Jósef Kristinn Jósefsson leikmaður Grindavíkur en hann er leikmaður 6. umferðar í 1. deild karla hjá fotbolti.net. Jósef var mjög öflugur í liði Grindavíkur í 3-0 útisigri á Þrótti en hann skoraði meðal annars frábært mark með hægri fæti. ,,Ég hef aldrei hitt boltann svona vel með hægri. …

Jafntefli gegn Hetti

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík og Höttur skildu jöfn 2-2 á Grindavíkurvelli í gærkvöldi í 1. deild kvenna. Grindavík náði sér ekki á strik í fyrri hálfleik og Höttur skoraði tvö ansi ódýr mörk. En í seinni hálfleik stjórnaði Grindavík leiknum og skapaði sér fullt af fínum færum. Margrét Albertsdóttir minnkaði muninn á 52. mínútu eftir frábæra sókn og Ágústa Jóna Heiðdal fyrirliði jafnaði …

Grindavík skellti Þrótti örugglega

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík skellti Þrótti örugglega 3-0 í 1. deild karla og hefur nú þriggja stiga forskot á toppi deildarinnar. Grindavík gerði í raun út um leikinn með tveimur mörkum með mínútu millibili um miðjan fyrri hálfleikinn en þar voru að verki Jósef Kristinn Jósefsson og Juraj Grizelj. Grindavík hafði talsverða yfirburði í leiknum og það var Guðfinnur Þórir Ómarsson sem skoraði …

Grindavík mætir Hetti

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavíkurstelpur mæta Hetti í 1. deild kvenna á Grindavíkurvelli í kvöld kl. 20:00. Þetta er toppslagur í deildinni en liðin hafa unnið báða leiki sína í deildinni til þessa. Grindavík hefur unnið KR og Fjarðabyggð en Höttur skellti Fjarðabyggð og Sindra 3-0 í báðum leikjunum. Sem fyrr auglýsa Grindavíkurstelpurnar heimaleikina sína á skemmtilegan hátt og má sjá nýjustu auglýsinguna hér …

Grindavík sækir Þrótt heim

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík sækir Þrótt heim í 1. deild karla í kvöld kl. 19:15. Leikurinn hefst kl. 19:15 og fer fram á Valbjarnarvelli í Laugardal. Grindavík er í efsta sæti deildarinnar með 12 stig en Þróttur í því næst neðsta með þrjú stig. Fremstur í flokki Þróttara er framherjinn Sveibjörn Jónasson sem lék með Grindavík á sínum tíma.  

Pálína til Grindavíkur

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Ein besta körfuboltakona landsins, Pálína María Gunnlaugsdóttir, mun leika með Grindavík í Domino´s deild kvenna á næstu leiktíð en hún samdi í gærkvöld við félagið. Hún lék áður með Íslandsmeisturum Keflavíkur þar sem hún var í aðalhlutverki. Í fréttatilkynningu frá Grindvíkingum segir:   „Stjórn körfuknattleiksdeildar Grindavíkur/kvennaráð er stolt að tilkynna hér með að eftirsóttasti leikmaður á markaðnum í íslenskum kvennakörfuknattleik, …

Bjarni fór holu í höggi eftir 32 ára bið

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindvíkingurinn Bjarni Andrésson úr Golfklúbbi Grindavíkur fór holu í höggi í síðustu viku. Draumahöggið sló hann á 7. braut á Húsatóftavelli og er þetta í fyrsta sinn sem Bjarni fer holu í höggi. „Ég er búinn að spila golf í 32 ár og er búinn að bíða ansi lengi,” segir Bjarni kátur. Höggið hjá Bjarna var skrautlegt. Hann ætlaði að …

Markaveisla hjá stelpunum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavíkurstelpur áttu ekki í nokkrum vandræðum með Fjarðabyggð þegar liðin mættust í 1. deild kvenna í gær. Margrét Albertsdóttir og Anna Þórunn Guðmundsdóttir skoruðu tvö mörk hvor og þær Ágústa Jóna Heiðdal og Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir sitt markið hvor. Grindavík var yfir 4-1 í hálfleik og því var sigurinn ansi þægilegur og öruggur þrátt fyrir forföll í liðinu og greinilegt …

Flugeldasýning í seinni hálfleik

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindvíkingar unnu Völsung á heimavelli 4:2 í gær og komust á topp 1. deildarinnar. Gestirnir komust í tvö núll en spilamennska þeirra hrundi í síðari hálfleik og Grindavík fór á kostum og skoraði fjögur mark. Hafþór Mar Aðalgeirsson skoraði tvisvar í fyrri hálfleik og kom gestunum í 0:2 en þannig var staðan í hálfleik. Milan Stefán Jancovic gerði tvær breytingar …

Aðalfundur körfuknattleiksdeildar UMFG

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Aðalfundur körfuknattleiksdeildar UMFG verður haldinn fimmtudaginn 13. júní kl. 20:00 í aðstöðu UMFG við grunnskólann. Á dagskrá fundarins er kosning stjórnar, farið yfir ársreikninga og önnur mál.