Grindavík mætir Hetti

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavíkurstelpur mæta Hetti í 1. deild kvenna á Grindavíkurvelli í kvöld kl. 20:00. Þetta er toppslagur í deildinni en liðin hafa unnið báða leiki sína í deildinni til þessa.

Grindavík hefur unnið KR og Fjarðabyggð en Höttur skellti Fjarðabyggð og Sindra 3-0 í báðum leikjunum.

Sem fyrr auglýsa Grindavíkurstelpurnar heimaleikina sína á skemmtilegan hátt og má sjá nýjustu auglýsinguna hér að ofan.