Markaveisla hjá stelpunum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavíkurstelpur áttu ekki í nokkrum vandræðum með Fjarðabyggð þegar liðin mættust í 1. deild kvenna í gær. Margrét Albertsdóttir og Anna Þórunn Guðmundsdóttir skoruðu tvö mörk hvor og þær Ágústa Jóna Heiðdal og Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir sitt markið hvor.

Grindavík var yfir 4-1 í hálfleik og því var sigurinn ansi þægilegur og öruggur þrátt fyrir forföll í liðinu og greinilegt að breiddin í hópnum er góð.

Grindavík hefur unnið báða leikina sína í riðlinum og hefur sex stig líkt og fjögur önnur lið í deildinni.