Grindavík styrkti stöðu sína í toppbaráttu 1. deildar karla með því að leggja botnlið Völsungs að velli á Húsavík með fimm mörkum gegn einu. Heimamenn fengu tvö rauð spjöld í leiknum. Grindavík hafði mikla yfirburði og Juraj Grizelj og Magnús Björgvinsson komu Grindavík í 2-0 fyrir hálfleik. Einn heimamanna fékk rautt spjald í upphafi seinni hálfleiks og Grizelj kom Grindavík …
Grindavíkurliðin í eldlínunni
Keppni í 1. deild karla í knattspyrnu heldur áfram í kvöld. Topplið Grindavíkur sækir botnlið Völsungs heim á Húsavík í kvöld. Grindavík verður án fyrirliðans Jóhanns Helgasonar sem er í leikbanni. Grindavíkurstelpur verða í eldlínunni á Grindavíkurvelli á morgun laugardag þegar Sindri kemur í heimsókn kl. 14:00. Staðan í 1. deild karla er svona:1. Grindavík 15 8 3 4 33:21 …
Helgi frá Stafholti í öðru sæti á heimsmeistaramóti íslenska hestsins
Stafholt í Grindavík átti sinn fulltrúa á heimsmeistaramóti íslenska hestsins á dögunum. Helgi frá Stafholti gerði sér lítið fyrir og krækti sér í silfur í ungmennaflokki en knapi var Caroline Poulsen frá Danmörku. Þetta er glæsilegur árangur og greinilegt að ræktun þeirra Páls Jóhanns og Guðmundu í Stafholti er í hæsta gæðaflokki.
Flott aðsókn í knattspyrnuskólann
Nú stendur yfir síðasta námskeið knattspyrnuskóla Grindavíkur. Aðsókn er mjög góð en mikil áhersla er lögð á að einstaklinguriunn njóti sín. Unnið er í litlum hópum. Yfirskrift námskeiðsins er Æft að hætti atvinnumanna. Einnig er boðið upp á sérstaka markmannsþjálfun. Þegar litið var við á æfingunni í dag sáust mörg flott tilþrif. Dæmi eru um að þeir sem ekki æfa …
Grindavíkurstelpur í góðum málum
Kvennalið Grindavíkur skellti Fjölni 6-1 þegar liðin mættist í B-riðli 1. deildar síðastliðið föstudagskvöld. Þegar tvær umferðir eru eftir er Grindavík í öðru sæti riðilsins en tvö efstu liðin fara í úrslit. Grindavík og Fjölnir voru jöfn að stigum fyrir leik liðanna í 2.-3. sæti þannig að þetta var sannkallaður toppbaráttu slagur en KR er í efsta sæti. Ágústa Jóna …
Mikilvægur heimaleikur í dag
Toppslagur 1.deild kvenna fer fram í kvöld á Grindavíkurvellir þegar stelpurnar taka á móti Fjölni. Liðin eru bæði með 26 stig eftir 11 umferðir. KR skaust fram úr liðunum á þriðjudaginn þannig að þessi leikur mjög mikilvægur fyrir stelpurnar. Leikurinn hefst klukkan 19:00 og eru Grindvíkingar hvattir til að mæta og styðja við stelpurnar. Aðeins þrír leikir eru eftir hjá …
Síðasta námskeiðið í knattspyrnuskólanum
Síðasta námskeið knattspyrnuskóla Grindavíkur sem ber yfirskriftina “Æft að hætti atvinnumanna” verður haldið dagana 7.ágúst -22.ágúst. Eldri fyrir hádegi (5-bekkur – 8.bekkur) kl.10.00 á gamla aðal.Yngri eftir hádegi (1.bekkur – 4.bekkur) kl.13.00 við Gulahús.Verð á námskeiðið er 6000 kr. og veittur er systkinaafsláttur. (innifalið: óvænt gjöf, grillveisla og margt fleira) Skráning hefst miðvikudaginn 31. júlí í Gulahúsi , einnig á netfangið …
Sigur gegn Fjarðabyggð
Meistaraflokkur kvenna er á keppnisferðalagi um Austurland þar sem þær mæta Fjarðabyggð og Hetti í 1.deild kvenna. Fyrri leikurinn fór fram í gær á Norðfjarðarvelli og endaði með þriggja marka sigri okkar stelpna, 4-1. Það voru þær Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir og Dernelle Mascall sem skoruðu tvö mörk hvor áður en Sigrún Hilmarsdóttir minnkaði muninn fyrir Fjarðabyggð. Markalaust var í hálfleik og …
Búið er að opna fyrir skráningar á 16. Unglingalandsmót UMFÍ
Mótið fer fram á Höfn í Hornafirði um verslunarmannahelgina. Skráningin fer fram hérna: http://skraning.umfi.is/ Unglingalandsmótin hafa verið afar vinsæl frá upphafi en keppendur á síðasta móti voru um 2000 talsins. Keppnisgreinar á mótinu verða: fimleikar frjálsíþróttir glíma golf hestaíþróttir knattspyrna körfubolti motocross skák stafsetning sund strandblak og upplestur. Allir á aldrinum 11 – 18 ára geta keppt á mótinu …
Búið er að opna fyrir skráningar á 16. Unglingalandsmót UMFÍ
Mótið fer fram á Höfn í Hornafirði um verslunarmannahelgina. Skráningin fer fram hérna: http://skraning.umfi.is/ Unglingalandsmótin hafa verið afar vinsæl frá upphafi en keppendur á síðasta móti voru um 2000 talsins. Keppnisgreinar á mótinu verða: fimleikar frjálsíþróttir glíma golf hestaíþróttir knattspyrna körfubolti motocross skák stafsetning sund strandblak og upplestur. Allir á aldrinum 11 – 18 ára geta keppt á mótinu …