Sigur gegn Fjarðabyggð

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Meistaraflokkur kvenna er á keppnisferðalagi um Austurland þar sem þær mæta Fjarðabyggð og Hetti í 1.deild kvenna.

Fyrri leikurinn fór fram í gær á Norðfjarðarvelli og endaði með þriggja marka sigri okkar stelpna, 4-1. Það voru þær Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir og Dernelle Mascall sem skoruðu tvö mörk hvor áður en Sigrún Hilmarsdóttir minnkaði muninn fyrir Fjarðabyggð.  Markalaust var í hálfleik og var það ekki fyrr en á 59 mínútu sem fyrsta mark leiksins kom í ljós.

Grindavík og Höttur mætast á Vilhjálmsvelli á Egilstöðum í dag klukkan 17:00.