Helgi frá Stafholti í öðru sæti á heimsmeistaramóti íslenska hestsins

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Stafholt í Grindavík átti sinn fulltrúa á heimsmeistaramóti íslenska hestsins á dögunum. Helgi frá Stafholti gerði sér lítið fyrir og krækti sér í silfur í ungmennaflokki en knapi var Caroline Poulsen frá Danmörku.

Þetta er glæsilegur árangur og greinilegt að ræktun þeirra Páls Jóhanns og Guðmundu í Stafholti er í hæsta gæðaflokki.