Síðasta námskeiðið í knattspyrnuskólanum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Síðasta námskeið knattspyrnuskóla Grindavíkur sem ber yfirskriftina “Æft að hætti atvinnumanna” verður haldið dagana 7.ágúst -22.ágúst.

Eldri fyrir hádegi (5-bekkur – 8.bekkur) kl.10.00 á gamla aðal.
Yngri eftir hádegi (1.bekkur – 4.bekkur) kl.13.00 við Gulahús.
Verð á námskeiðið er 6000 kr. og veittur er systkinaafsláttur. (innifalið: óvænt gjöf, grillveisla og margt fleira)

Skráning hefst miðvikudaginn 31. júlí í Gulahúsi , einnig á netfangið aegir@umfg.is. Senda þarf upplýsingar um nafn iðkanda, fæðingarár/bekk, forráðamenn, símanúmer.

Mikil áhersla er lögð á að einstaklingurinn fái að njóta sín í skólanum, unnið er í litlum hópum og er markmiðið að hver og einn fá góða innsýn í æfingaheim þeirra sem hafa atvinnu af því að stunda knattspyrnu. Skólinn er ekki síður fyrir markmenn en útileikmenn, enda er boðið upp á sérstaka markmannsþjálfun.

Æfingarnar koma ekki í stað æfinga 4., 5., 6. og 7.flokks, heldur eru þær viðbót fyrir þá sem hafa mikinn áhuga á knattspyrnu og vilja bæta við sig æfingum til viðbótar þeim sem fram fara í hverjum flokki. Einnig er þetta vettvangur fyrir nýja iðkendur að kynnast grunnatriðum í knattspyrnu.

Hverju námskeiði lýkur svo með knattþrautum og grillveislu.

Umsjón með skólanum hafa Ægir Viktorsson yfirþjálfari yngri flokka hjá Grindavík, Anna Þórunn Guðmunsdóttir leikmaður meistaraflokks kvenna hjá Grindavík og Daníel Leó Grétarsson leikmaður meistaraflokks karla Grindavík, auk annarra gestaþjálfara.