Mikilvægur heimaleikur í dag

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Toppslagur 1.deild kvenna fer fram í kvöld á Grindavíkurvellir þegar stelpurnar taka á móti Fjölni.  Liðin eru bæði með 26 stig eftir 11 umferðir.  KR skaust fram úr liðunum á þriðjudaginn þannig að þessi leikur mjög mikilvægur fyrir stelpurnar.

Leikurinn hefst klukkan 19:00 og eru Grindvíkingar hvattir til að mæta og styðja við stelpurnar.  Aðeins þrír leikir eru eftir hjá Grindavík í riðlinum og með sigri á morgun eru stelpurnar skrefi nær úrslitakeppninnar þar sem barist verður um sæti í Pepsi deildinni næsta sumar.