Grindavík og ÍG í 16 liða úrslitin

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Bæði karlalið Grindavík komust auðveldlega á fram í bikarkeppninni í körfuboltanum um helgina. Grindavík skellti Val örugglega og ÍG lagði Vængi Júpíters og bæði lið komin í 16 liða úrslit. Grindavík átti ekki í vandræðum með Val á Hlíðarenda. Grindavík vann leik liðanna í 32ja liða úrslitum 103-76. Jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta og var Grindavík tveimur stigum …

Tvisvar áfram í bikarnum á sama degi

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur og leikmaður b-liðs Keflavíkur komst tvisvar sinnum áfram í 16 liða úrslit Powerade-bikarsins í körfubolta gær.  Sverrir Þór var með 20 stig, sex stoðsendingar og fimm stolna bolta í 115-71 heimasigri b-liðs Keflavíkur á Álftanesi og brunaði síðan Brautina í bæinn til að stýra karlaliði Grindavíkur til 27 stiga sigurs á Val á Hlíðarenda, 103-76.

Þrenn verðlaun á Íslandsmótinu í taekwondo

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Keppendur taekvondodeildar UMFG náði góðum árangri á Íslandsmótinu í tækni sem haldið var um helgina í Laugardalnum. Uppskeran voru tvö brons og eitt silfur:  Björn Lúkas Haraldsson – Brons í svartbeltisflokki Ylfa Rán Erlendsdóttir – Brons í rauðbeltisflokki Gísli Þráinn Þorsteinsson – Silfur í rauðbeltisflokki Ylfa og Gísli urðu í 4. sæti í sterkum rauðbeltisflokki í paraformi.Björn, Ylfa og Gísli …

Unnu framlenginguna 15-0!

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindvíkurstelpur lögðu Njarðvík 79-64 í Dominos-deild kvenna í körfubolta í gærkvöld í framlengdum leik en Grindavík vann framlenginguna 15-0. Pálína Gunnlaugsdóttir var atkvæðamest hjá Grindvaík en hún skoraði 24 stig og hirti alls 15 fráköst. Lauren Oosdyke kom næst með 22 stig. Eftir að Grindvíkingar höfðu byrjað mun betur komust Njarðvíkingar vel inn í leikinn í öðrum leikhluta. Í hálfleik …

25 stiga sigur hjá Kanalausum Íslandsmeisturum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Kanalausir Grindvíkingar unnu nokkuð sannfærandi sigur á ÍR í úrvalsdeild karla í körfuboltan í Röstinni í kvöld 98-73. Grindvíkingar eru enn án Kana en það kom ekki að sök enda liðið einstaklega vel mannað og var virkilega gaman að sjá unga spræka stráka spila mikið og þá dró Jóhann Árni Ólafsson vagninn og skoraði 29 stig. Grindavík byrjaði með flugeldasýningu …

Markmannsæfingar á miðvikudögum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Viltu verða góður markvörður í fótbolta? Markmannsæfingar verða fyrir 5. og 6. flokk drengja og stúlkna á miðvikudögum í Hópinu kl. 14:45. Æfingar hefjast á morgun og verða alla miðvikudaga fyrir þennan aldurshóp. 

Grindavík lá í Hveragerði

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík tapaði nokkuð óvænt fyrir Hamri í Hveragerði í úrvalsdeild kvenna í körfubolta í gærkvöldi með fimm stiga mun, 70-65. Leikurinn var jafn og spennandi framan af en Hamar gerði út um leikinn með því að vinna síðasta leikhlutann með 7 stiga mun. Hamar-Grindavík 70-65 (10-14, 19-17, 17-17, 24-17) Grindavík: Lauren Oosdyke 22/10 fráköst, María Ben Erlingsdóttir 13/4 fráköst/6 stoðsendingar, …

Getraunastarf í Gula húsinu

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Knattspyrnudeild UMFG minnir á getraunastarfið á laugardagsmorgnum þar sem fólk kemur og tippar yfir nýmöluðu kaffi og ferskum snúðum frá Hérastubbi. Um helgina er nefnilega risapottur og 240 milljónir í pottinum og því til mikils að vinna.  Þrettán réttir hafa nokkrum sinnum dottið inn í Gula húsið og hver veit nema einn slíkur komi um helgina.

Kanalausir Grindvíkingar mæta Val

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Þriðja umferð í úrvalsdeild karla fer fram í kvöld. Grindavík tekur á móti Val í Röstinni og hefst leikurinn kl. 19:15. Grindavík hefur tvö stig í deildinni en Valur er án stiga, hefur tapað báðum sínum leikjum. Grindavík verður væntanlega án bandarísks leikmanns þar sem Kendall Timmons var látinn fara fyrir helgi.