Unnu framlenginguna 15-0!

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindvíkurstelpur lögðu Njarðvík 79-64 í Dominos-deild kvenna í körfubolta í gærkvöld í framlengdum leik en Grindavík vann framlenginguna 15-0. Pálína Gunnlaugsdóttir var atkvæðamest hjá Grindvaík en hún skoraði 24 stig og hirti alls 15 fráköst. Lauren Oosdyke kom næst með 22 stig.

Eftir að Grindvíkingar höfðu byrjað mun betur komust Njarðvíkingar vel inn í leikinn í öðrum leikhluta. Í hálfleik voru þær grænklæddu yfir, 29-31. Jafnræði var með liðunum í seinni hálfleik og að lokum fór það svo að grípa þurfti til framlengingar. Þar tóku heimakonur í Grindavík öll völd og völtuðu yfir gestina, 15-0.

Hjá Njarðvík var það hin unga Guðlaug Björt Júlíusdóttir sem var atkvæðamest en hún skoraði 19 stig. Erna Hákonardóttir var svo með 14 stig og Jasmine Beverly með 13stig, 9 fráköst.

Grindavík-Njarðvík 79-64 (13-8, 16-23, 19-14, 16-19, 15-0)

Grindavík: Pálína Gunnlaugsdóttir 24/15 fráköst/6 stolnir, Lauren Oosdyke 22/14 fráköst, Helga Rut Hallgrímsdóttir 13/14 fráköst, María Ben Erlingsdóttir 11/6 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 3/6 stoðsendingar, Jeanne Lois Figeroa Sicat 3, Eyrún Ösp Ottósdóttir 3.