Tvisvar áfram í bikarnum á sama degi

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur og leikmaður b-liðs Keflavíkur komst tvisvar sinnum áfram í 16 liða úrslit Powerade-bikarsins í körfubolta gær. 

Sverrir Þór var með 20 stig, sex stoðsendingar og fimm stolna bolta í 115-71 heimasigri b-liðs Keflavíkur á Álftanesi og brunaði síðan Brautina í bæinn til að stýra karlaliði Grindavíkur til 27 stiga sigurs á Val á Hlíðarenda, 103-76.