Grindavík og ÍG í 16 liða úrslitin

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Bæði karlalið Grindavík komust auðveldlega á fram í bikarkeppninni í körfuboltanum um helgina. Grindavík skellti Val örugglega og ÍG lagði Vængi Júpíters og bæði lið komin í 16 liða úrslit.

Grindavík átti ekki í vandræðum með Val á Hlíðarenda. Grindavík vann leik liðanna í 32ja liða úrslitum 103-76.

Jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta og var Grindavík tveimur stigum yfir 26-24. Það var í öðrum leikhluta sem leiðir skildu og í hálfleik munaði tólf stigum 55-43.

Enn jókst munurinn í þriðja leikhluta en munurinn var kominn í 19 stig þegar fjórði leikhluti hófst 78-59 og úrslitin í raun ráðin.

Þorleifur Ólafsson var stigahæstur hjá Grindavík með 25 stig. Ólafur Ólafsson skoraði 13 stig, Sigurður Þorsteinsson 11 auk þess að taka 9 fráköst. Jóhann Árni Ólafsson og Ómar Örn Sævarsson Sævarsson skoruðu 10 stig hvor.

ÍG lagði Vængi Júpíters 95-81 þar sem kempur eins og Guðmundur Bragason og Helgi Már Helgason fótboltamarkvörður létu að sér kveða. Maður leiksins var engu að síður Morten Þór Szmiedowicz sem skoraði 28 stig og hirti 18 fráköst.

ÍG-Vængir Júpíters 95-81 (27-22, 26-25, 20-13, 22-21)

ÍG: Morten Þór Szmiedowicz 28/18 fráköst, Hilmar Hafsteinsson 21/6 fráköst, Hamid Dicko 12, Helgi Már Helgason 11/11 fráköst/6 varin skot, Eggert Daði Pálsson 6, Haukur Einarsson 4, Ásgeir Ásgeirsson 4/10 fráköst, Guðmundur Bragason 4, Davíð Arthur Friðriksson 4, Sigurður Svansson 1.