Viltu vera með í risa kerfi og auka líkurnar á 240 m.kr. vinningi?

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Það verða 240 millur í pottinum í enska boltanum núna um helgina og ætlar getraunaþjónustan í Gula húsinu að reyna að næla í þær. Þú þarft ekki að hafa hundsvit á enska til að vera með því hægt verður að kaupa hlut í risakerfi þar sem seldir verða 70 hlutir á 4000 kr. hluturinn. Þeir sem vilja vera með geta lagt inn á reikning 0143-05-60020, kt. 640294-2219 og sett skýringu með.

Einnig er hægt að hringja í Bjarka í síma 894-3134 eða hafa samband í gegnum emailið bjarki@thorfish.is eða bara mæta upp í Gula hús á laugardaginn en þar verður boðið upp á kaffi og bakkelsi frá Hérastubbi bakara frá kl 11-14