Grindavík sigraði BÍ/Bolungarvík í Lengjubikar karla í knattspyrnu um helgina 2-1. Juraj Grizelj og hinn efnilegi Ivan Jugovic skoruðu mörk Grindavíkur en sigurmark Jugovic kom í blálokin. Grindavík tefldi fram nokkuð breyttu liði en byrjunarliðið var svona: Benóný Þórhallsson markvörðurJordan Lee EdridgeHákon Ívar ÓlafssonJuraj GrizeljAlex Freyr HilmarssonJosepgh David YoffeMatthías Örn FriðrikssonScott RamseyJósef K. Jósefsson fyrirliðiMagnús BjörgvinssonBjörn Berg Bryde. Inná komu …
Bikarmeistarar í 11. flokki
Sameiginlegt lið Grindavíkur og Þórs Þorlákshafnar varð bikarmeistari í 11. flokki drengja en úrslitaleikir yngri flokkanna fóru fram í Röstinni um helgina í glæsilegri umgjörð. Grindavík/Þór mætti Breiðablik í úrslitaleik þar sem Grindavík/Þór hafði betur 96-85 í hörku leik. Hilmir Kristjánsson var svo valinn maður leiksins með 31 stig og 16 fráköst. Glæsilegur árangur hjá þessum efnilegu piltum. Unglingaráð körfuknattleiksdeildar …
Stelpurnar lágu fyrir Njarðvík
Grindavíkurstelpur töpuðu óvænt fyrir botnliði Njarðvíkur í úrvalsdeild kvenna í gærkvöldi, 67-85. Leikurinn hafði svo sem ekkert að segja fyrir stöðu liðanna, Njarðvík var fallið fyrir leikinn og Grindavík hafði að engu að keppa. Það var Grindvíkingurinn í liði Njarðvíkur sem reyndist gamla heimaliðinu sínu erfitt. Andrea Björg Ólafsdóttir skoraði 15 stig fyrir Njarðvík og hirti 17 fráköst. Grindavík-Njarðvík 67-85 …
Stelpurnar komnar á skrið
Kvennalið Grindavíkur í körfuboltanum virðist vera komið á skrið í úrvalsdeildinni eftir þjálfaraskiptin því Grindavík hefur nú unnið tvo leiki í röð, gegn Val síðasta miðvikudag og svo gegn Hamri á erfiðum útivelli í gær. Þar með hafa Grindavíkurstelpur gulltryggt sæti sitt í deildinni. Grindavík tók mikinn sprett í þriðja leikhluta gegn Hamri í stórskemmtilegum leik sem dugði til sigurs. …
GRINDAVÍK BIKARMEISTARI 2014
Grindavík er bikarmeistari í körfubolta karla 2014 og í fimmta sinn eftir 12 stiga sigur á sprækum ÍR-ingum, 89-77. Eftir þrjú töp í röð í Laugardalshöllinni var ljóst að Grindavík færi aldrei að tapa þessum leik og frábær liðsheild skóp þennan sigur. Því má ekki gleyma að Grindavík fór mjög erfiða leik í úrslitaleikin og sló út m.a. Keflavík, Njarðvík …
Taekwondómamman vann gull
Grindvíkingar gerðu það gott á bikarmóti Taekwondósambands Íslands um helgina. Þar unnu þeir til átta verðlauna, þar af til fimm gullverðlauna, tvenn silfur og eitt brons. Frammistaða iðkenda frá júdódeild UMFG á mótinu var hreint út sagt frábær. Þess má geta að taekwondómamman Birgitta Sigurðardóttir var að keppa í fyrsta sinn og stóð sig frábærlega og fékk gull í sínum …
Tilhlökkun að mæta gömlum lærisveinum
Bikarúrslitaleikur Grindavíkur og ÍR í Laugardalshöllinni næsta laugardag verður nokkuð sérstakur fyrir Ómar Örn Sævarsson leikmann Grindavíkur. Hann mætir þar sínum gömlu félögum í ÍR þar sem hann ólst upp og spilaði lengst af og varð bikarmeistari 2007. Hann hefur hins vegar tapað þremur bikarúrslitaleikjum með Grindavík en hampað tveimur Íslandsmeistaratitlum. Ómar er 32ja ára, tveggja barna faðir og vinnur …
Þjálfaraskipti hjá kvennaliðinu
Jón Halldór Eðvaldsson er farinn frá sem þjálfari kvennaliðs Grindavíkur í Domino´s deildinni. Þetta staðfesti fulltrúi í stjórn kvennaráðs KKD Grindavíkur við Karfan.is í dag. Ástæða brotthvarfs Jóns mun vera staða liðsins í deildinni en Grindavík er í næstneðsta sæti deildarinnar. Lewis Clinch Jr. leikmaður karlaliðs Grindavíkur mun taka við starfi Jóns Halldórs sem aðalþjálfari liðsins en honum til aðstoðar verður …
4 stig hjá strákunum en stelpurnar töpuðu
Karlalið Grindavíkur fékk fullt hús stiga eða fjögur eftir tvo sigurleiki um helgina í körfuboltanum, fyrst gegn Snæfelli á föstudaginn og svo gegn KFÍ í gærkvöldi. Kvennalið Grindavíkur lá hins vegar fyrir Snæfelli. Grindavík mætti Snæfelli í Röstinni á föstudaginn í úrvalsdeild karla. Segja má að Grindavík hafi pakkað Snæfelli saman strax í fyrsta leikhluta því eftir 10 mínútur var …
Grindavík tekur á móti Snæfelli
Grindavík tekur á móti Snæfelli í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld. Leikurinn í Röstinni hefst kl. 19:15. Grindavík er í fjórða sæti í deildinni með 20 stig en Snæfell í áttunda sæti með 12 stig.