Þjálfaraskipti hjá kvennaliðinu

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Jón Halldór Eðvaldsson er farinn frá sem þjálfari kvennaliðs Grindavíkur í Domino´s deildinni. Þetta staðfesti fulltrúi í stjórn kvennaráðs KKD Grindavíkur við Karfan.is í dag. Ástæða brotthvarfs Jóns mun vera staða liðsins í deildinni en Grindavík er í næstneðsta sæti deildarinnar. 

Lewis Clinch Jr. leikmaður karlaliðs Grindavíkur mun taka við starfi Jóns Halldórs sem aðalþjálfari liðsins en honum til aðstoðar verður Hamid Dicko.