Grindavík fer vel af stað í Lengjubikarnum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík sigraði BÍ/Bolungarvík í Lengjubikar karla í knattspyrnu um helgina 2-1. Juraj Grizelj og hinn efnilegi Ivan Jugovic skoruðu mörk Grindavíkur en sigurmark Jugovic kom í blálokin. 

Grindavík tefldi fram nokkuð breyttu liði en byrjunarliðið var svona:

Benóný Þórhallsson markvörður
Jordan Lee Edridge
Hákon Ívar Ólafsson
Juraj Grizelj
Alex Freyr Hilmarsson
Josepgh David Yoffe
Matthías Örn Friðriksson
Scott Ramsey
Jósef K. Jósefsson fyrirliði
Magnús Björgvinsson
Björn Berg Bryde.

Inná komu Ivan Jugovic, Óli Baldur Bjarnason, Daníel Leó Grétarsson, Sigurður Helgi Hallfreðsson og Anton Ingi Rúnarsson.

Grindavík hefur 6 stig eftir 3 umferðir.