Aðalfundur UMFG fer fram 25. maí

Ungmennafélag Grindavíkur UMFG

Aðalfundur Ungmennafélags Grindavíkur fyrir starfsárið 2022 fer fram fimmtudaginn 25. maí  næstkomandi í Gjánni. Fundurinn hefst kl. 20:00. Dagskrá fundarins: Aðalfundir fyrir deildir UMFG Hefðbundin aðalfundarstörf aðalstjórnar UMFG Hvetjum alla sem vilja taka þátt í starfinu til að mæta. Boðið verður upp á léttar veitingar. Stjórn UMFG

Netkönnun um íþrótta- og tómstundastarf í Grindavík

Ungmennafélag Grindavíkur UMFG

Grindavíkurbær vinnur stöðugt að því að gera íþrótta- og tómstundastarf barna í Grindavík enn betra. Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri vinnu nú að úttekt á íþrótta- og tómstundastarfi barna undir 18 ára í sveitarfélaginu. Könnunin er mikilvægur liður í því að styrkja og bæta aðstæður fyrir börn sem stunda íþróttir og tómstundir. Foreldrar eru hvattir til að taka þátt í könnun sem …

Vinningaskrá í Happadrætti Þorrablóts 2023

Ungmennafélag Grindavíkur UMFG

Þorrablót Grindvíkinga fór fram sl. laugardagskvöld í nýja íþróttahúsinu. Óhætt er að segja að vel hafi til tekist en 850 Grindvíkingar komu saman og skemmtu sér frábærlega. Að venju stóðu Knattspyrnu- og Körfuknattleiksdeildir Grindavíkur fyrir skemmtilegu happadrætti. Dregið var út síðdegis á sunnudag og er vinningaskráin eftirfarandi hér að neðan. Hægt verður að nálgast vinninga á skrifstofu UMFG milli kl. …

Bláa Lónið styrkir barna- og unglingastarf UMFG

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti, UMFG

Þann 6. janúar veitti Bláa Lónið íþróttafélögum á Suðurnesjum styrki til eflingar á barna- og unglingastarfi félaganna. Alls nemur styrkupphæðin um 14 milljónum króna á samningstímabilinu sem telur 2 ár. Ungmennafélag Grindavíkur og Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hlutu styrki að þessu sinni fyrir árin 2022 og 2023 sem mun efla barna- og unglingastarf hjá félaginu. Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins, segir að …

Hulda Björk og Matthías Örn íþróttafólk Grindavíkur

Ungmennafélag Grindavíkur UMFG

Körfuknattleikskonan Hulda Björk Ólafsdóttir og pílukastarinn Matthías Örn Friðriksson voru í dag útnefnd íþróttakarl og íþróttakona Grindavíkur 2022. A lið Pílufélags Grindavíkur var útnefnt íþróttalið Grindavíkur 2022 og körfuknattleiksþjálfarinn Nökkvi Már Jónsson þjálfari Grindavíkur 2022. Hulda Björk Ólafsdóttir, íþróttakona Grindavíkur 2022 Hulda Björk er fyrirliði og lykilleikmaður í liði Grindavíkur í körfuknattleik. Hún er frábær varnarmaður sem hefur bætt sig …

Grindavík fer í búninga frá Macron

Ungmennafélag Grindavíkur UMFG

Ungmennafélag Grindavíkur hefur gert samning við búningaframleiðandann Macron til næstu fjögurra ára. Samningurinn felur í sér að íþróttafélagið í heild sinni mun framvegis klæðast fatnaði frá Macron við íþróttaiðkun og keppni. Þetta eru mikil gleðitíðindi fyrir Ungmennafélag Grindavíkur en frá og með áramótum mun félagið sameinast í fatnaði frá einum búningaframleiðenda. Tvær stærstu deildir félagsins, knattspyrna og körfubolti, munu því …

Skráning í íþróttir UMFG hafin í Sportabler

Ungmennafélag Grindavíkur UMFG

Skráning í íþróttir hjá deildum UMFG fyrir starfsárið 2022/2022 er hafin. Skráning fer fram í gegnum Sportabler líkt og undanfarin ár. Árgjald í íþróttir hjá UMFG er 45.000 kr.- og getur hvert barn á aldrinum 6-18 ára stundað eins margar íþróttir og áhugi er til fyrir þessa fjárhæð á tímabilinu 1. september 2022 til 31. ágúst 2023. Stundi barn fleiri …

Skráning hafin í Leikjanámskeiðin í sumar

Ungmennafélag Grindavíkur UMFG

Börnum í 1. – 3. bekk, fæddum 2013, 2014 og 2015 stendur til boða að sækja námskeið á vegum Ungmennafélags Grindavíkur í sumar. Um er að ræða svokölluð leikjanámskeið þar sem lögð er áhersla á fjölbreytni í leik og fræðslu. Á leikjanámskeiðunum er boðið upp á íþróttir, leiki, listir og fullt af skemmtilegum uppákomum sem tengjast mannlífinu í Grindavík. Farið …

Klara endurkjörin formaður UMFG

Ungmennafélag Grindavíkur UMFG

Aðalfundur Ungmennafélags Grindavíkur fór fram í gær í Gjánni. Dagskrá fundarins var hefðbundin en farið var yfir skýrslu stjórnar ásamt því að ársreikningur fyrir starfsárið 2021 var kynntur. Klara Bjarnadóttir var endurkjörin formaður Ungmennafélags Grindavíkur á fundinum. Fram kom í máli hennar að almennt hafi starfisemi félagsins gengið vel þó áhrifa af heimsfaraldri hafi sannarlega gætt. „Vinna við framtíðarsýn íþróttasvæðis …

Breytt tímasetning á aðalfundum

Ungmennafélag Grindavíkur UMFG

Aðalstjórn UMFG hefur ákveðið að fresta aðalfundi minni deilda og aðalstjórnar um eina viku. Fundurinn átti að fara fram í dag en verður þess í stað haldinn þriðjudaginn 17. maí í Gjánni. Aðalfundur Minni deilda hefst kl. 18:00 og aðalfundur UMFG hefst kl. 19:00. Við vonum að allir sjái sér fært að mæta en um leið biðjumst við velvirðingar á …