Körfuknattleikskonan Hulda Björk Ólafsdóttir og pílukastarinn Matthías Örn Friðriksson voru í dag útnefnd íþróttakarl og íþróttakona Grindavíkur 2022. A lið Pílufélags Grindavíkur var útnefnt íþróttalið Grindavíkur 2022 og körfuknattleiksþjálfarinn Nökkvi Már Jónsson þjálfari Grindavíkur 2022. Hulda Björk Ólafsdóttir, íþróttakona Grindavíkur 2022 Hulda Björk er fyrirliði og lykilleikmaður í liði Grindavíkur í körfuknattleik. Hún er frábær varnarmaður sem hefur bætt sig …
Tvær ungar skrifa undir samning við Grindavík
Tvær ungar og efnilegar knattspyrnukonur skrifuðu undir sína fyrstu samninga við félagið núna í desember. Þetta eru þær Kolbrún Richardsdóttir og Bríet Rose Raysdóttir. Þær eru báðar fæddar árið 2005 en hafa báðar tekið þátt í nokkrum leikjum fyrir félagið. Bríet er fjölhæfur leikmaður sem hefur leikið stöðu bakvarðar á undirbúningstímabilinu. Kolbrún leikur sömuleiðis í stöðu bakvarðar ásamt því að …
Nýir körfuboltabúningar frá Macron
Á síðustu dögum hefur farið fram afhending á nýjum köfuboltabúningum frá Macron. Búningarnir eru sérhannaðir fyrir Körfuknattleiksdeild Grindavíkur. Egill Birgisson hannaði búninganna í samvinnu við Macron og er óhætt að segja að búningarnir komi afar vel út. Um 200 iðkendur í Körfuknattleiksdeild Grindavíkur tóku þátt í hóppöntun í haust á búningnum og er búið að afhenda nær alla búninga til …
Júlía Björk gerir sinn fyrsta samning
Júlía Björk Jóhannesdóttir hefur skrifað undir sinn fyrsta samning við Grindavík og gildir sá samningur út tímabilið 2024. Júlía er aðeins 16 ára gömul en hefur þrátt fyrir ungan aldur leikið 11 leiki í deild og bikarkeppni. Hún hefur skorað eitt mark fyrir félagið. Júlía er mjög efnilegur varnar- og miðjumaður sem hefur verið í úrtakshópum fyrir yngri landslið Íslands. …
Freyr framlengir við Grindavík
Freyr Jónsson hefur gert nýjan samning við Grindavík út tímabilið 2024. Freyr er 21 árs miðjumaður sem er uppalinn hjá KA á Akureyri. Hann gekk til liðs við Grindavík fyrir tímabilið 2021 og hefur því leikið með félaginu undanfarin tvö tímabil. Freyr hefur leikið 27 leiki í deild og bikarkeppni með Grindavík og skorað eitt mark. Freyr er fjölhæfur leikmaður …
Dagur Austmann í Grindavík
Grindavík hefur samið við hinn fjölhæfa leikmann Dag Austmann Hilmarsson sem gerir samning við Grindavík út tímabilið 2024. Dagur er 25 ára gamall og er honum ætlað að leika stöðu vinstri bakvarðar á komandi tímabili. Dagur kemur til liðs við Grindavík frá Leikni Reykjavík þar sem hann hefur leikið undanfarin þrjú tímabil. Hann getur leikið allar stöður í varnarlínunni og …
Helga Rut gerir sinn fyrsta samning
Helga Rut Einarsdóttir hefur skrifað undir sinn fyrsta samning við Grindavík út tímabili 2024. Helga Rut er aðeins 15 ára gömul en hefur þrátt fyrir það leikið 15 leiki með Grindavík í deild- og bikarkeppni. Helga Rut er gríðarlega efnilegur varnarmaður sem var valin í U15 ára landslið Íslands í ár. Hún lék sinn fyrsta landsleik í ágúst síðastliðnum og …
Óskar Örn á ný í Grindavík
Óskar Örn Hauksson er genginn til liðs við Grindavík og skrifar hann undir samning út keppnistímabilið 2023. Óskar Örn kemur til Grindavíkur frá Stjörnunni en þessi frábæri leikmaður á að baki stórkostlegan feril í íslenskri knattspyrnu. Óskar Örn, sem er 38 ára gamall, er að snúa aftur til Grindavíkur þar sem hann lék á árunum 2004 til 2006. Hann skipti …
Marko Vardic gengur til liðs við Grindavík
Grindavík hefur samið við slóvenska leikmanninn Marko Vardic og mun hann leika með félaginu í Lengjudeild karla á næstu leiktíð. Marko leikur stöðu miðvarðar en getur einnig leikið sem djúpur miðjumaður. Marko er 27 ára gamall og lék á síðasta tímabili með slóvenska félaginu NK Triglav. Marko kom á reynslu til Grindavíkur núna í nóvember og heillaði þjálfara og forráðamenn …
Alexander Veigar tekur slaginn með Grindavík
Alexander Veigar Þórarinsson hefur skrifað undir samning við Grindavík sem gildir út tímabilið 2023. Alexander hefur undanfarin tvö tímabil leikið með GG í 4. deildini en þessi frábæri leikmaður ákvað eftir tímabilið 2020 að leggja keppnisskóna með Grindavík á hilluna. Alexander hefur í vetur fengið brennandi áhuga á að leika knattspyrnu á nýjan leik og hefur æft með liði Grindavíkur …