14 leikmenn úr Grindavík valdir í yngri landslið KKÍ

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

KKÍ hefur tilkynnt æfingahópa yngri landsliða Íslands í aldurshópunum U15, U16 og U18 fyrir sumarið 2021. Grindavík á 14 leikmenn í þessum yngri landsliðshópum sem er frábær árangur fyrir okkar félag. Þeir grindvísku leikmenn sem voru valdir í yngri landslið KKÍ eru eftirfarandi: U16 st.  Agnes Fjóla Georgsdóttir  Grindavík U18 st.  Hekla Eik Nökkvadóttir  Grindavík U18 st.  Hulda Björk Ólafsdóttir …

Una Rós skrifar undir nýjan samning hjá Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Una Rós Unnarsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við Grindavík og mun leika með félaginu næstu tvö keppnistímabil eða út tímatilið 2022. Una Rós er 18 ára gömul en lék sinn fyrsta leik 16 ára gömul tímabilið 2018. Una Rós leikur á miðjunni hjá Grindavík og hefur á ferli sínum leikið 36 leiki og skorað 11 mörk. Öll mörk hennar …

Opnar aukaæfingar fyrir 5. og 4. flokk næstu sunnudaga

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Knattspyrnudeild Grindavíkur verður með opnar aukaæfingar fyrir 5. og 4. flokk stráka og stelpna næstu sunnudagsmorgna. Æfingarnar eru liður í verkefni hjá Knattspyrnudeild Grindavíkur um að bjóða öllum iðkendum á þessum aldri tækifæri á að sækja æfingu hjá afreksþjálfara. Með því móti gefst áhugasömum iðkendum tækifæri á að bæta getu sína og færni. Næstu tvo sunnudaga verða opnar aukaæfingar á …

Ása Björg áfram hjá Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Ása Björg Einarsdóttir hefur undirritað nýjan samning við knattspyrnudeild Grindavíkur og mun leika með liðinu út keppnistímabilið 2022. Ása Björg er 17 ára gömul, uppalin hjá félaginu og hefur leikið 19 leiki með Grindavík í deild og bikar á ferlinum. Hún skoraði sitt fyrsta mark fyrir Grindavík í sumar í sigri gegn Fram. Ása Björg lék sem kantmaður hjá Grindavík …

Opnað fyrir styrki til fjölskyldna fyrir íþrótta- og tómstundastarf barna

Ungmennafélag GrindavíkurUMFG

Félagsmálaráðuneytið hefur opnað fyrir umsóknir á íþrótta- og tómstundastyrkjum fyrir börn sem koma frá tekjulágum heimilum. „Covid-19 faraldurinn hefur haft gríðarleg áhrif á allt íþrótta- og tómstundastarf í landinu. Þegar þrengir að fjárhag fjölskyldna er mikil hætta á að þær dragi úr þátttöku barna í íþrótta- og tómstundastarfi,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. Félagsmálaráðuneytið hefur nú opnað fyrir …

Æfingar hjá UMFG hjá börnum og ungmennum hefjast á ný 18. nóvember

Ungmennafélag GrindavíkurUMFG

Íþróttastarf barna og ungmenna verður heimilað á ný, með og án snertingar, frá 18. nóvember næstkomandi skv. minnisblaði sóttvarnarlæknis. Þetta þýðir að æfingar hjá UMFG hefjast á ný næstkomandi miðvikudag. Æfingar fullorðinna munu áfram liggja niðri til 2. desember. Ungmennafélag Grindavíkur fagnar því að geta tekið á móti okkar iðkendum aftur. Dagskrá æfinga er skv. æfingatöflu sem er einnig í …

UMFG og CF Grindavík koma Grindvíkingum í samkomuform!

Ungmennafélag GrindavíkurUMFG

Ungmennafélag Grindavík og Crossfit Grindavík hafa sameinað krafta sína í að halda Grindvíkingum, ungum sem öldnum, á hreyfingu í kórónuveiru faraldrinum – að koma öllum í sannkallað Samkomuform. Í ljósi hertra sóttvarnarlaga þá liggur allt íþróttastarf hjá UMFG niðri til 17. nóvember og því þarf að fara aðrar leiðir til að stunda íþróttir og almenna hreyfingu. Næstu vikurnar munu þjáfarar …

Íþróttastarf fellur niður og sundlaugar loka til 17. nóvember

Ungmennafélag GrindavíkurUMFG

Allt íþróttastarf Ungmennafélags Grindavíkur mun leggjast af næstu 2-3 vikurnar eða til 17. nóvember, samkvæmt nýjum hertum sóttvarnaráðstöfunum sem taka gildi á miðnætti í kvöld. Til viðbótar þrengjast fjöldatakmarkanir úr 20 manns í 10. Einungis börn fædd 2015 og yngri eru undanþegin 2 metra reglu og grímuskyldu. Ríkisstjórnin gerði grein fyrir hertum sóttvarnareglum í dag sem byggja að stórum hluta …

Leikskólahópar fara af stað á ný

Ungmennafélag GrindavíkurUMFG

Leikskólahópar hjá deildum UMFG munu fara af stað á nýjan leik í þessari viku. Tímar hjá þessum hópum hafa legið niðri vegna Covid19 að undanförnu en æfingar hefjast að nýju í vikunni. Forsendan fyrir því að þessar æfingar geti farið fram er sú að foreldrar taki ekki þátt í æfingum barna. Einnig verður grímuskylda hjá foreldrum sem koma með börn …

Hlé gert á æfingum barna á leiksskólaaldri

Ungmennafélag GrindavíkurUMFG

Vegna aukinnar útbreiðslu Covid-19 í samfélaginu hefur UMFG ákveðið að gera hlé á æfingum hjá leikskólahópum í öllum íþróttagreinum hjá félaginu næstu tvær vikurnar. Foreldrar taka oft á tíðum virkan þátt í æfingum hjá iðkendum á leikskólaaldri og teljum við skynsamlegt á þessum tímapuntki að gera hlé á æfingum leikskólabarna í tvær vikur. Einnig verður gert hlé á íþróttaskóla UMFG …