Daníel Leó til liðs við Blackpool

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindvíkingurinn Daníel Leó Grétarsson hefur yfirgefið norska knattspyrnuliðið Aalesunds FK og gert tveggja ára samning við enska knattspyrnufélagið Blackpool FC sem leikur í ensku C-deildinni. Daníel, hefur spilað með Álasund síðan 2015 og leikið yfir 100 leiki með liðinu á þessum fimm keppnistímabilum. Hann lék sinn fyrsta A-landsleik í byrjun þessa árs þegar Ísland sigraði Kanada 1:0 og að auki hefur …

Íþróttaskóli UMFG hefst laugardaginn 3. október

Ungmennafélag GrindavíkurUMFG

Ungmennafélag Grindavíkur stendur fyrir íþróttaskóla fyrir börn á aldrinum 2-5 ára. Íþróttaskólinn hefst laugardaginn 3. október. Íþróttaskólinn verður kl. 10:00 – 10:40 á laugardögum í vetur. Skráning er hafin hér. Umsjónarmenn íþróttaskólans eru Petrúnella Skúladóttir og Katrín Ösp Rúnarsdóttir.

Æfingar hjá knattspyrnudeild hefjast 23. september – Æfingatafla

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Æfingar hjá knattspyrnudeild Grindavíkur hefjast á morgun, miðvikudaginn 23. september. Búið er að gefa út æfingatöflu fyrir veturinn. Hér að neðan má sjá æfingatíma hjá flokkum knattspyrnudeildar fyrir veturinn 2020/2021. 8. flokkur (2015-2017) Fimmtudaga kl. 16:50-17:30 7. flokkur kk (2013-214) Miðvikudaga 14:30-15:30 Föstudaga 13:30-14:30 7. flokkur kvk (2013-2014) Mánudaga 15:00-16:00 Fimmtudaga 13:30-14:30 6. flokkur kk (2011-2012) Þriðjudaga 15:30-16:30 Fimmtudaga 15:30-16:30 …

UMFG í samstarf við Sportabler

Ungmennafélag GrindavíkurUMFG

Ungmennafélag Grindavíkur hefur gert samstarfssamning við Sportabler til næstu þriggja ára. Samstarfið felur í sér að UMFG innleiðir Sportabler í allar deildir félagsins og skráir alla iðkendur í gegnum hugbúnaðinn. Við þessa breytingu hættir félagið að skrá iðkendur í gegnum Nóra. Með því að innleiða Sportabler inn í deildir UMFG mun félagið auka verulega þjónustu sína við iðkendur og forráðamenn. …

Skráning hafin í íþróttir UMFG

Ungmennafélag GrindavíkurUMFG

Skráning í íþróttir hjá deildum UMFG hófst í hádeginu í dag, 15. september. Sú breyting hefur orðið á starfsemi félagsins að skráning fer nú fram í gegnum Sportabler en félagið mun framvegis nýta þann hugbúnað til að halda utan um skráningar iðkenda og samskipti þjálfara við forráðamenn og iðkendur. Árgjald í íþróttir hjá UMFG er 45.000 kr.- og getur hvert …

Æfingar hjá knattspyrnudeild hefjast á ný 23. september

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Nýtt æfingatímabil hjá knattspyrnudeild UMFG hefst á ný miðvikudaginn 23. september næstkomandi. Æfingatafla fyrir tímabilið 2020/2021 verður gefin út á allra næstu dögum þegar búið er að manna þjálfara á alla flokka hjá deildinni. Vakin er athygli á því að Hópið verður opið fyrir aukaæfingar hjá iðkendum knattspyrnudeildar næstu daga og hvetjum við alla til að nýta sér þá aðstöðu. …

Grindavík Íslandsmeistari A-liða í 5. flokki karla

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík er Íslandsmeistari A-liða í 5. flokki karla eftir 3-2 sigur gegn Breiðabliki í hörkuleik sem fram fór á Grindavíkurvelli í kvöld. Þetta er tvö bestu lið landsins í þessum aldursflokki en þessi sömu lið mættust í úrslitum á N1 mótinu fyrr í sumar. Þar hafði Breiðablik betur. Frábær umgjörð var í kringum fyrir úrslitaleikinn. Settur upp var sérstakur 8 …

Þjálfarar óskast hjá knattspyrnudeild Grindavíkur

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Knattspyrnudeild Grindavíkur óskar eftir umsóknum frá áhugasömum einstaklingum sem hafa áhuga á því að þjálfa yngri flokka hjá félaginu á komandi starfsári. Hjá Knattspyrnudeild Grindavíkur er unnið metnaðarfullt starf í þjálfun barna og ungmenna og óskum við eftir því að fá til liðs við okkur áhugasama einstaklinga sem vilja taka þátt í knattspyrnustarfinu. Starfssvið – Umsjón með skipulagningu æfinga og …

Blikar kalla Stefán Inga heim úr láni

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Framherjinn Stefán Ingi Sigurðarson hefur leikið sinn síðasta leik með Grindavík í sumar í Lengjudeild karla. Stefán Ingi kom fyrr í sumar á láni frá Breiðablik. Samkomulagið milli Breiðabliks og Grindavíkur gilti til 10. ágúst en Stefán Ingi átti að fara til Bandaríkjanna í háskólanám um miðjan ágúst. Vegna Covid-19 ákvað Stefán Ingi að fara ekki til Bandaríkjanna í haust …

Æfingar heimilar í knattspyrnu fullorðinna – Virða þarf 2 metra nándarmörk

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

KSÍ fundaði í dag, þriðjudag, með fulltrúum Almannavarna um málefni knattspyrnuhreyfingarinnar og þeirrar stöðu sem nú er uppi í samfélaginu vegna Covid-19.  Meðal umræðuefnis voru æfingar og keppnisleikir fullorðinna jafnt sem yngri iðkenda. Stjórn KSÍ kom saman í kjölfarið og samþykkti að fresta leikjum í meistara- og 2. og 3. flokki karla og kvenna frá 5. ágúst til og með …