Opnar aukaæfingar fyrir 5. og 4. flokk næstu sunnudaga

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Knattspyrnudeild Grindavíkur verður með opnar aukaæfingar fyrir 5. og 4. flokk stráka og stelpna næstu sunnudagsmorgna. Æfingarnar eru liður í verkefni hjá Knattspyrnudeild Grindavíkur um að bjóða öllum iðkendum á þessum aldri tækifæri á að sækja æfingu hjá afreksþjálfara. Með því móti gefst áhugasömum iðkendum tækifæri á að bæta getu sína og færni.

Næstu tvo sunnudaga verða opnar aukaæfingar á eftifarandi tíma í Hópinu:

Sunnudaginn 13. desember 2020:
Kl. 10:00 – 5. flokkur stráka og stelpna
Kl. 11:00 – 4. flokkur stráka og stelpna

Sunnudaginn 20. desember 2020:
Kl. 10:00 – 5. flokkur stráka og stelpna
Kl. 11:00 – 4. flokkur stráka og stelpna

Við hvetjum alla áhugasama iðkendur til að mæta á þessar æfingar. Ekki þarf að skrá sig á æfingarnar – bara að mæta og taka þátt.

Stefna knattspyrnudeildar er að geta boðið upp á opnar aukaæfingar í framtíðinni á sunnudagsmorgnum.

Aukaæfingar fyrir iðkendur í 3. og 2. flokki hjá báðum kynjum eru einnig í bígerð og verða kynntar á næstu dögum.