Una Rós skrifar undir nýjan samning hjá Grindavík

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Una Rós Unnarsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við Grindavík og mun leika með félaginu næstu tvö keppnistímabil eða út tímatilið 2022. Una Rós er 18 ára gömul en lék sinn fyrsta leik 16 ára gömul tímabilið 2018.

Una Rós leikur á miðjunni hjá Grindavík og hefur á ferli sínum leikið 36 leiki og skorað 11 mörk. Öll mörk hennar fyrir félagið komu í sumar í deildinni en hún lék mjög vel með Grindavík í sumar. Una var valinn á varamannabekkinn í liði ársins hjá fótbolta.net fyrir tímabilið 2020.

Knattspyrnudeild Grindavíkur fagnar því að Una Rós verði áfram hjá félaginu. Hún á bjarta framtíð fyrir höndum á fótboltavellinum.