Miðjumaðurinn Viktoría Sól Sævarsdóttir hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Grindavík eða út tímabilið 2024. Viktoría hefur leikið með Grindavík sl. tvö tímabil og hefur verið með betri leikmönnum liðsins á þeim tíma. Viktoría Sól kemur úr Sandgerði og er 22 ára gömul. Hún hefur leikið 38 leiki í deild og bikar og skorað í þeim 2 mörk. …
Tinna Hrönn endurnýjar samning sinn við Grindavík
Tinna Hrönn Einarsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við Grindavík eða út tímabilið 2024. Þetta eru frábær tíðindi fyrir kvennalið Grindavíkur en Tinna er lykilleikmaður í liðinu og skoraði 7 mörk í Lengjudeild kvenna á síðasta tímabili. Tinna getur leyst margar stöður á vellinum en lék aðallega á vængnum hjá Grindavík sl. sumar. Hún er fædd árið 2004 en hefur …
Sigurjón endurnýjar samning sinn við Grindavík
Sigurjón Rúnarsson hefur skrifað undir nýjan samning við Grindavík til næstu tveggja ára eða út tímabilið 2024. Sigurjón er 22 ára gamall og hefur verið lykilmaður í liði Grindavíkur undanfarin tímabil. Sigurjón er uppalinn hjá Grindavík og hefur leikið 94 leiki í deild og bikar með félaginu. Hann leikur stöðu miðvarðar og á einnig að baki tvo leik með U19 …
Jón Axel snýr aftur í Grindavík
Jón Axel Guðmundsson hefur skrifað undir samning við Grindavík og mun leika með félaginu í Subwaydeild karla út leiktíðina. Þetta eru risatíðindi fyrir körfuboltann í Grindavík en Jón Axel er einn besti körfuknattleiksmaður landsins og er lykilmaður í íslenska landsliðinu. Jón Axel er 25 ára gamall og hefur leikið í atvinnumennsku í Þýskalandi og Ítalíu undanfarin tvö ár. Árin þar …
Bus4U styður við körfuna hjá Grindavík
Körfuknattleiksdeild Grindavíkur og Bus4U hafa gert með sér samstarfssamning til næstu þriggja ára eða út tímabilið 2024/2025. Bus4U mun á samningstímanum sjá um að aka liðum Grindavíkur í körfubolta í útileiki. Bus4U hefur stutt við deildina með sambærilegum hætti undanfarin tímabil og eru það frábær tíðindi að þetta samstarf haldi áfram. „Bus4U hefur sýnt því mikinn áhuga á að styðja …
Einhamar Seafood verður aðalstyrktaraðili Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur
Einhamar Seafood hefur endurnýjað samstarfssamning sinn við Körfuknattleiksdeild Grindavíkur. Nýr samningur gerir það að verkum að Einhamar Seafood verður aðalstyrktaraðili deildarinnar og mun merki fyrirtækisins fara framan á alla keppnisbúninga félagsins í körfubolta til næstu ára. Einhamar Seafood hefur staðið afar vel á bakvið körfuboltann í Grindavík undanfarin ár og er það mikið ánægjuefni að fyrirtækið kjósi að bæta í …
Helgi Sigurðsson nýr þjálfari Grindavíkur
Helgi Sigurðsson hefur verið ráðinn nýr þjálfari hjá karlaliði Grindavíkur í knattspyrnu. Helgi gerir tveggja ára samning við Grindavík og mun stýra liðinu í Lengjudeild karla á næstu leiktíð. Helgi hefur áður stýrt Fylki og ÍBV og stýrði báðum félögum upp úr 1. deild karla. Helgi á einnig að baki afar farsælan feril sem leikmaður í atvinnumennsku og sem landsliðsmaður …
Haukur nýr formaður Knattspyrnudeildar Grindavíkur
Haukur Guðberg Einarsson var kjörinn nýr formaður Knattspyrnudeildar Grindavíkur á aukaaðalfundi deildarinnar sem fram fór fimmtudaginn 29. september síðastliðinn. Haukur hefur verið viðloðinn fótboltann í Grindavík um árabil, fyrst sem leikmaður, stuðningsmaður og svo sem sjálfboðaliði. Haukur hefur setið í stjórn deildarinnar undanfarin ár. Haukur tekur við sem formaður af Gunnari Má Gunnarssyni sem hafði gegnt embætti formanns undanfarin 5 …
Grindavík fer í búninga frá Macron
Ungmennafélag Grindavíkur hefur gert samning við búningaframleiðandann Macron til næstu fjögurra ára. Samningurinn felur í sér að íþróttafélagið í heild sinni mun framvegis klæðast fatnaði frá Macron við íþróttaiðkun og keppni. Þetta eru mikil gleðitíðindi fyrir Ungmennafélag Grindavíkur en frá og með áramótum mun félagið sameinast í fatnaði frá einum búningaframleiðenda. Tvær stærstu deildir félagsins, knattspyrna og körfubolti, munu því …
Alfreð lýkur störfum hjá Grindavík
Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur ákveðið að ljúka samstarfi sínu við Alfreð Elías Jóhannsson sem þjálfari meistaraflokks karla. Alfreð Elías tók við liði Grindavíkur fyrir síðasta tímabil og undir hans stjórn endaði Grindavík í 6. sæti Lengjudeildarinnar í sumar. „Við viljum þakka Alfreð fyrir hans störf hjá Grindavík í sumar og óskum honum velfarnaðar í þeim verkefnum sem hann tekur sér fyrir …