Sigurjón endurnýjar samning sinn við Grindavík

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Sigurjón Rúnarsson hefur skrifað undir nýjan samning við Grindavík til næstu tveggja ára eða út tímabilið 2024. Sigurjón er 22 ára gamall og hefur verið lykilmaður í liði Grindavíkur undanfarin tímabil.

Sigurjón er uppalinn hjá Grindavík og hefur leikið 94 leiki í deild og bikar með félaginu. Hann leikur stöðu miðvarðar og á einnig að baki tvo leik með U19 ára landsliði Íslands. Sigurjón hefur einnig skorað 8 mörk fyrir félagið í deild og bikar.

„Ég er gríðarlega stoltur af því að semja við einn af okkar uppöldu leikmönnum. Sigurjón er mikill Grindavíkingur og ber hagsmuni félagsins fyrir brjósti. Hann er mjög efnilegur miðvörður og lykilmaður í liði Grindavíkur,“ segir Haukur Guðberg Einarsson, formaður Knattspyrnudeildar Grindavíkur.

„Ég er mjög ánægður með að semja við Grindavík til næstu tveggja ára,“ segir Sigurjón Rúnarsson. „Það er frábær umgjörð hér í Grindavík og mikill metnaður til staðar hjá félaginu til að komast aftur upp í Bestu deildina. Ég vil taka þátt í þeim uppgangi sem ég trúi að sé framundan hjá félaginu.“

Knattspyrnudeild Grindavíkur lýsir mikilli ánægju með að einn af uppöldu leikmönnum félagsins hafi samið við félagið til næstu ára.

Áfram Grindavík!

Stefnir út fyrir landsteinana - Víkurfréttir