Körfuknattleiksdeildin býður upp á alþrif á bílum

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Körfuknattleiksdeild Grindavíkur býður upp á bíla-alþrif fyrir jólin. Deildin verður með aðstöðu hjá Veiðafæraþjónustunni til þrifanna en hér fyrir neðan má sjá auglýsingu deildarinnar. Þar er að finna verðskrána en ekki er tekið við pöntunum heldur á bara að mæta með bílinn á sunnudag milli kl. 10:00 – 17:00

Ray Anthony þjálfar stelpurnar áfram

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Gengið var í gærkvöld frá ráðningu á Ray Anthony Jónssyni sem þjálfara meistaraflokks kvenna fyrir komandi tímabil. Ray hefur þjálfað kvennaliðið síðustu 2 ár. Í fréttatilkynningu frá kvennaráði UMFG kemur fram að unnið sé í að byggja upp nýjan kjarna af ungum og efnilegum heimastúlkum í bland við nokkra eldri leikmenn. Þeirra hlutskipti eftir sumarið hafi verið að falla niður um deild …

Grindavík semur við nýjan framherja

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir, Knattspyrna

Knattspyrnudeild UMFG samdi í gær við framherjann Guðmund Magnússon. Hann var síðast á samningi hjá ÍBV en var lánaður til Víkings Ólafsvík s.l. sumar. Guðmundur spilaði með Fram í Inkasso deildinni 2017 og skoraði hann þá 22 mörk í deild og bikar. Síðastliðið sumar skoraði hann 4 mörk í 8 leikjum hjá Víkingi Ó og 3 mörk fyrir ÍBV í 11 leikjum.  …

Jón Axel er á sögufrægum Naismith lista

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir, Körfubolti

Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson er á listanum yfir þá fimmtíu sem menn eiga að fylgjast með í Bandaríkjunum í vetur. Þetta kemur fram á fréttavef Vísis.  “Íslenski landsliðsmaðurinn Jón Axel Guðmundsson er á Naismith listanum fyrir komandi tímabil í bandaríska háskólakörfuboltanum en þar eru samankomnir þeir fimmtíu leikmenn sem eru bundnar mestar væntingar til í vetur. Jón Axel er að …

Vladan Djogatovic áfram með Grindavík

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir, Knattspyrna

Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur gert 2ja ára samning við serbneska markvörðinn Vladan Djogatovic er deildin greindi frá þessu á Facebook síðu sinni nú rétt í þessu. Þar kemur fram að Vladan hafi vakið verðskuldaða athyglu á síðasta tímabili fyrir góðar markvörslur. Auk þess var Vladan kjörinn besti leikmaður Grindavíkur tímabilsins á lokahófinu í september sl.  “Vladan hefur sagt okkur að honum líði …

Grindavík tekur á móti Njarðvík í kvöld

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir, Körfubolti

Fjórða umferð Dominosdeildar karla fer fram í kvöld en þá tekur Grindavík á móti Njarðvík. Leikurinn hefst klukkan 18:30 en Gjáin opnar upp úr 17:30 þar sem hægt verður að fá sér dýrindis borgara. Á Facebook síðu Körfuknattleiksdeildar UMFG er tilkynning til stuðningsmanna: Kæru stuðningsmenn! Það er komið að 4. umferð Dominosdeildar karla og verkefnið er heimaleikur við Njarðvík föstudaginn …

Páll Árni Pétursson sigursæll í sinni fyrstu landsliðsferð

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Grindvíkingarnir Pétur Guðmundsson og Páll Árni Pétursson héldu til Rúmeníu fyrr í október til að keppa fyrir íslenska landsliðið í pílukasti en heimsmeistaramót Worlds Dart Federation (WDF) í pílukasti. Mótið var haldið dagana 7.-12. október síðasliðinn.  48 karlalandslið og 42 kvennalandslið tóku þátt ásamt Íslandi.  Þeir Pétur Rúðrik Guðmundsson og Páll Árni Pétursson úr Pílufélagi Grindavíkur voru búnir að tryggja sér …

Grindavík tekur á móti Snæfelli í kvöld kl. 19:15

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir, Körfubolti

Fjórða umferð Dominos deildar kvenna fer fram í kvöld en Grindavík tekur á móti Snæfelli og hefst leikurinn kl. 19:15. Hægt verður að fá kjötsúpu á staðnum fyrir leik og kjörið tækifæri fyrir þá sem ekki eru í stuði fyrir að elda að nýta þetta tækifæri. Súpan kostar 1500 krónur en það er Fish House sem sér um matreiðsluna. Það …

Janko ráðinn yfirmaður knattspyrnumála UMFG

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir, Knattspyrna

Knattspyrnudeild Grindavíkur skrifaði í dag undir 3ja ára samning við Milan Stefán Jankovic sem yfirmann knattspyrnumála hjá félaginu. Í fréttatilkynningu frá deildinni kemur fram að starf Janko felist m.a. í því að efla gæði þjálfunar hjá félaginu á öllum stigum, sjá um afreksþjálfun allra flokka frá 5. aldursflokki, sinna aukaæfingum og verður báðum meistaraflokkum  innan handar í því starfi sem þar fer …

Sigurbjörn Hreiðarsson nýr þjálfari

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavík hefur ráðið Sigurbjörn Hreiðarsson sem aðalþjálfara og Ólaf Tryggva Brynjólfsson sem aðstoðarþjálfara meistaraflokks karla í knattspyrnu. Í fréttatilkynningu frá Knattspyrnudeild UMFG kemur fram að Bjössi eins hann er kallaður sé með mikla reynslu af boltanum, spilaði yfir 300 leiki með Val og hefur þjálfað bæði hjá Haukum og Val. Hann tekur með sér til félagsins Ólaf Tryggva sem hefur verið að þjálfa m.a. hjá …