Zeba áfram með Grindavík

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir, Knattspyrna

Josip Zeba skrifaði í gær undir þriggja ára samning við knattspyrnudeild Grindavíkur.  Zeba, eins og flestir vilja kalla hann, var hluti af mjög sterkri vörn Grindavíkur á ný afstöðnu tímabili í Pepsi deildinni. Það er ósennilegt að það sé hægt að finna lið í flestum, ef ekki öllum deildum heims sem fær á sig næst fæstu mörkin í deildinni en …

GG leitar að þjálfara

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir, Knattspyrna

Knattspyrnufélagið GG í Grindavík auglýsir eftir þjálfara til að þjálfa meistaraflokk félagsins á komandi keppnistímabili. Stjórn félagsins leitar að metnaðarfullum þjálfara sem er tilbúinn í toppbaráttuna í 4.deild.   Nánari upplýsingar veittar í gegnum netfangið Knattspyrnufelagid.GG@gmail.com    

Búningamátun körfuboltans verður á morgun

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Kæru iðkendur og foreldrar/forráðamenn yngri flokka. Fimmtudaginn 3. október næstkomandi verður mátun á körfuboltabuningum  í Gjánni (íþróttahúsinu) kl. 18:00   Verðin eru eftirfarandi:    Vara                             Verð     Keppnissett                         10.500 kr.      Keppnistreyja          …

Veronica Smeltzer og Vladan Djogatovic best

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir, Knattspyrna

Árlegt lokahóf Knattspyrnudeildar UMFG fór fram síðasta laugardag, 28. september í íþróttahúsinu. Að venju voru leikmönnum og öðrum sem koma að starfinu veittar viðurkenningar eftir tímabilið. Grindavík endaði í 11. sæti í Pepsí-Max deild karla og Inkasso-deildin tekur við næsta sumar. Stelpurnar enduðu í 9. sæti og munu því spila í 2. deild næsta sumar. Meðfylgjandi myndir voru teknar á hófinu um …

Búningasala körfuknattleiksdeildar

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir, Körfubolti

Búningasala körfuknattleiksdeildar verður í Gjánni, fimmtudaginn 3.okt 2019 kl 18:00  búningarnir eru frá Errea  keppnis sett = 10.500.-kr Keppnistreyja= 7000.- kr Stuttbuxur= 3500.- kr  Hettupeysa = 6500.- kr  nafnamerking á hettupeysu = 500.- kr   

Auka aðalfundur knattspyrnudeildarinnar

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Knattspyrnudeild Grindavíkur heldur auka aðalfund fimmtudaginn 3. október og hefst fundurinn kl. 18:00 í Gula húsinu. Sú hefð hefur skapast að kjósa í stjórn Knattspyrnudeildar Grindavíkur að hausti. Sú stjórn ber svo ábyrgð á ráðningarmálum fyrir næsta sumar. Á auka aðalfundinum verður því kosið í stjórn og varastjórn. Framhalds aðalfundur verður svo í febrúar þegar ársreikningur er klár. Kveðja, stjórnin

Benóný Þórhallsson nýr yfirþjálfari yngri flokka

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir, Knattspyrna

Í gær var skrifað undir samning við nýjan yfirþjálfara yngri flokka UMFG í knattspyrnu. Það var unglingaráði sönn ánægja að tilkynna að Grindvíkingurinn Benóný Þórhallsson, Binni, muni taka við því starfi. Á Facebook síðu deildarinnar var Binni borðinn hjartanlega velkominn aftur heim til Grindavíkur eftir að hafa verið hjá Sindra á Höfn í Hornafirði sem yfirþjálfari yngri flokka síðustu 2 ár. Deildin býður …

Rúnar Sigurjónsson sæmdur gullmerki KSÍ

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir, Knattspyrna

Á dögunum var Rúnar Sigurður Sigurjónsson sæmdur gullmerki KSÍ. Það gerði æskuvinur hans, Ingvar Guðjónsson þann 30. ágúst síðastliðinn þegar þeir félagar héldu sameiginlega upp á 50 ára afmælin sín í íþróttahúsinu. Veislan fór fram að viðstöddu fjölmenni en báðir hafa þeir Rúnar og Ingvar unnið mikið og óeigingjarnt starf í þágu knattspyrnunnar hér í Grindavík.  Það var Knattspyrnudeild Grindavíkur …

Lokahóf yngri flokka framundan

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir, Knattspyrna

Knattspyrnudeild Grindavíkur ætlar að fagna sigrum sumarsins ásamt iðkendum sínum en framundan eru lokahóf yngri flokka. Miðvikudaginn næstkomandi, þann 11. september munu iðkendur 5., 6. og 7. flokks hittast í Hópinu frá kl. 17:00 – 18:00. Í boði verða pylsur og knattþrautir. Daginn eftir eða fimmtudaginn 12. september koma iðkendur í 3. og 4. flokki saman kl. 17:00 á sal …