Grindavík tekur á móti Snæfelli í kvöld kl. 19:15

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Fjórða umferð Dominos deildar kvenna fer fram í kvöld en Grindavík tekur á móti Snæfelli og hefst leikurinn kl. 19:15. Hægt verður að fá kjötsúpu á staðnum fyrir leik og kjörið tækifæri fyrir þá sem ekki eru í stuði fyrir að elda að nýta þetta tækifæri. Súpan kostar 1500 krónur en það er Fish House sem sér um matreiðsluna.

Það er mikilvægt fyrir stelpurnar að ná stigum í leiknum og eru íbúar hvattir til að mæta á völlinn og styðja stelpurnar til sigurs. 

Aðrir leikir dagsins eru:

Skallagrímur KR – kl. 19:15

Valur Keflavík – kl. 19:15

Haukar Breiðablik – kl. 19:15

Staðan í deildinni eftir þjár umferðir er þessi: