Sundsýning hjá sundiðkendum

Ungmennafélag GrindavíkurSund

Á föstudaginn 15 apríl klukkan 16:00 verður haldin sundsýning barna sem eru að æfa sund hjá UMFG og er þetta jafnframt síðasta æfing fyrir páska og fá allir einhvern páskaglaðning að lokinni sýningunni. Æfingar hefjast aftur þriðudaginn 26. apríl samkvæmt stundaskrá. Foreldrar og allir aðrir velkomnir.

Páskafrí

Ungmennafélag GrindavíkurFimleikar

Páskafrí hjá Fimleikadeildinni og Íslandsmót í Hópfimleikum. Frí verður á æfingum hjá fimleikadeildinni yfir páskana.  Síðustu æfingar fyrir páska verða föstudaginn 15. apríl og byrjum við aftur samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 26. apríl.   Dagana 15. og 16. apríl verður Íslandsmót í hópfimleikum haldið í Versölum, íþróttahúsi Gerplu í Kópavogi og verður sjónvarpað beint á föstudaginn frá kl 17:25 -19:00 á …

Æfingagjöld og skráning í íþróttir hjá UMFG

Ungmennafélag GrindavíkurUMFG

Nú hefur verið ákveðið að Ungmennafélag Grindavíkur innheimti æfingagjöld fyrir skólabörn fædd árið 1995-2005.  Sjá http://www.umfg.is/umfg/aefingargjold Ákveðið hefur verið að æfingagjald verði kr 20.000.- á barn fyrir árið 2011 og má barnið æfa eins margar íþróttir og það vill. Ungmennafélag Grindavíkur býður uppá: •    Fimleika •    Judo •    Knattspyrnu •    Körfuknattleik •    Sund •    Taekwondo Ekki verða veittir neinir afslættir …

ÍG – Reynir í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

ÍG tekur á móti Reyni frá Sandgerði í kvöld í Röstinni í leik um sæti í 1.deild að ári. Leikurinn í liður í 4.liða úrslitum 2.deildarinnar og hefst klukkan 18:00  Sigurliðið mun fara í úrslitaleikinn sem fer fram 14. eða 15.apríl.  ÍG sigraði sinn riðil með 12 sigrum og 2 töpum.  Reynir sigraði B riðil ásamt HK með 14 sigra …

Yngri flokkar í höllinni um helgina

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Um helgina fara fram úrslitaleikir hjá yngri flokkum í körfu. Leikið verður í Laugardalshöllinni og á morgun fara undanúrslitin fram þar sem Grindavík á nokkur lið. 10:30 mætir 9.flokkur drengja Haukum.  12:00 spilar 10.flokkur stúlkna við Njarðvík.   17:00 fer fram leikur hjá 11.flokki karla þar sem sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvík keppir við Fjölni. Á sunnudaginn verður svo spilað til …

Bragi Guðráðsson

Ungmennafélag GrindavíkurUMFG

Í dag verður jarðsunginn Bragi Guðráðsson í  Víðistaðarkrikju, Hafnarfirði Bragi var einn af þeim sem endurvöktu Ungmennafélag Grindavíkur 1963 og var ritari þess í fyrstu. Einnig var Bragi einn af frumkvöðlum Grindavíkurdeildar Rauða kross Íslands og fyrsti formaður þess. Í afmælisriti UMFG sem kom út í fyrra var viðtal við Braga þar sem hann minntist þessara tíma, bæði í félagslífinu …

Fylkir 2 – Grindavík 1

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík og Fylkir mættust á föstudaginn í lokaleik Grindavíkur í Lengjubikarnum Leikurinn fór fram á Fylkisvelli og sigruðu heimamenn leikinn 2-1 Mark Grindavíkur skoraði Yacine Si Salem en dugði það ekki.  Michal Pospisil fékk rautt í leiknum og byrjar því Íslandsmótið utan vallar. Grindavík er því eftir leikinn í 3. sæti og kemst ekki í úrslitakeppni Lengjubikarsins

Opnun innanhússvæðis skotdeildar Markmiðs

Ungmennafélag GrindavíkurUMFG

Opnun innanhússvæði Skotfélagsins Markmiðs Nú er innahússvæðið fyrir loftbyssur tilbúið og er búið að vera opið síðastliðnu 2 laugardaga. Lögreglan er búin að koma og taka út svæðið og höfum við fengið það samþykkt. Næstkomandi laugardag, þann 9.apríl mun svo vera formleg opnun frá klukkan 13:00 – 16:00. Í framhaldi af því mun alltaf vera opið á laugardögum frá 13:00-15:00. Ekki …

Opnun innanhússvæðis skotdeildar Markmiðs

Ungmennafélag GrindavíkurSkotdeild

Opnun innanhússvæði Skotfélagsins Markmiðs Nú er innahússvæðið fyrir loftbyssur tilbúið og er búið að vera opið síðastliðnu 2 laugardaga. Lögreglan er búin að koma og taka út svæðið og höfum við fengið það samþykkt. Næstkomandi laugardag, þann 9.apríl mun svo vera formleg opnun frá klukkan 13:00 – 16:00. Í framhaldi af því mun alltaf vera opið á laugardögum frá 13:00-15:00. Ekki …

Nýr leikmaður:Bogi Rafn

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindvíkingurinn Bogi Rafn Einarsson er kominn heim í heiðardalinn en hann hefur skipt aftur yfir í Grindavík eftir að hafa leikið með Njarðvík á síðustu leiktíð. Bogi er öflugur varnarmaður en hann hefur verið í Bandaríkunum undanfarin tvö ár í námi ener nú kominn heim. Bogi verður í leikmannahópi Grindavíkur sem mætir Fylki í Lengjubikarnum í Árbænum kl. 19:00 í …