Bragi Guðráðsson

Ungmennafélag Grindavíkur UMFG

Í dag verður jarðsunginn Bragi Guðráðsson í  Víðistaðarkrikju, Hafnarfirði

Bragi var einn af þeim sem endurvöktu Ungmennafélag Grindavíkur 1963 og var ritari þess í fyrstu.

Einnig var Bragi einn af frumkvöðlum Grindavíkurdeildar Rauða kross Íslands og fyrsti formaður þess.

Í afmælisriti UMFG sem kom út í fyrra var viðtal við Braga þar sem hann minntist þessara tíma, bæði í félagslífinu og í starfi sínu sem verslunareigandi í Bragakjör.

Braga var veitt heiðursmerki UMFG 2006 fyrir störf sín í þágu ungmennafélagsins

Aðalstjórn UMFG sendir fjölskyldu Braga innilegar samúðarkveðjur.