Yngri flokkar í höllinni um helgina

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Um helgina fara fram úrslitaleikir hjá yngri flokkum í körfu.

Leikið verður í Laugardalshöllinni og á morgun fara undanúrslitin fram þar sem Grindavík á nokkur lið.

10:30 mætir 9.flokkur drengja Haukum.  
12:00 spilar 10.flokkur stúlkna við Njarðvík.   
17:00 fer fram leikur hjá 11.flokki karla þar sem sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvík keppir við Fjölni.

Á sunnudaginn verður svo spilað til úrslita.

Fjölnir sér um mótshaldið í þetta sinn og verður hægt að sjá leikina beint á vefnum fjolnir.is