Æfingar í 8. flokki í fótbolta verða á mánudögum og miðvikudögum kl. 16:15-17:15 við Gula húsið í sumar hjá Hófí og Pálmari. Æfingarnar eru fyrir krakka 3.-6 ára (athugið, ekki yngri en 36 mánaða ). 12 æfingar. Síðasta æfingin er 13. júlí. Námskeiðið kostar 5500 kr. Systkinaafsláttur; Tvö systkini 9000 kr, þrjú systkini 11000 kr. Skráning er hafin á síðunni …
8.flokkur í sumar
Mánudaginn 6.júní hefjast æfingar hjá 8.flokki (3-6 ára) Það eru Pálmar og Hófi sem standa fyrir þesusm æfingum og fara þær fram við Gulahúsið. Æfingarnar verða á mánudögum og miðvikudögum frá 16:15-17:15 og verða þetta 12 æfingar. Námskeiðið kostar 5.500 kr og systkinaafsláttur.Skráning er hafin á síðunni okkar en einnig er hægt að senda sms í síma 695-1600
Grindavík 4 -Þór 1
Grindavík og Þór mættust í kvöld í 6.umferð Pepsi deild karla þar sem Grindavík sigraði 4-1 Viðtal við Alexander á mbl.isViðtal við Orra á mbl.isViðtal við Ólaf á fotbolti.netViðtal við Orra á fotbolti.netViðtal við Pál Viðar á fotbolti.netViðtal við Orra á visir.is Bein lýsing á mbl.is Umfjöllun á fotbolti.net Umfjöllun á visir.is Umfjöllun á sport.is Hér fyrir neðan má sjá …
Gunnar til Ipswich
Gunnar Þorsteinsson hefur ákveðið að ganga til liðs við hið fornfræga lið Ipswich Town Gunnar á að baki fimm leiki með U-17 ára landsliðinu, þar sem hann bar oftast fyrirliðabandið, og nokkra leiki með meistaraflokki karla. Í lok júní mun Gunnar halda til Englands þar sem hann mun skrifa undir samninga en hann hefur farið tvívegis út á reynslu og …
Fótboltafjör UMFG – Landsliðsmenn gefa Tækniskóla KSÍ
Mánudaginn 30. maí mun knattspyrnudeild Grindavíkur vera með fótboltafjör á æfingasvæðinu í tilefni útgáfu Tækniskóla KSÍ, eða fyrir leik Grindavíkur og Þórs. Tækniskóli KSÍ er DVD diskur sem knattspyrnusamband Íslands hefur verið að vinna að síðasta árið. Landsliðsleikmenn og starfsmenn koma frá KSÍ og færa öllum iðkendum gjöfina. Iðkendur allra flokka eiga að mæta á æfingasvæðið kl 18:00 og taka …
Liðsstyrkur til Grindavíkur
Tveir gríðarsterkir leikmenn hafa gengið til liðs við Grindavík í körfuboltanum, þeir Sigurður Þorsteinsson sem kemur úr Keflavík og Jóhann Ólafsson sem kemur úr Njarðvík. Ekki þarf að fara mörgum orðum um hversu mikill liðsstyrkur þetta er fyrir liðið og ljóst að Grindavík mun mæta mjög sterkt til liðs á næsta tímabili. Sigurður Gunnar Þorsteinsson og Magnús Andri Hjaltason, formaður …
Sigur í bikarnum
Grindavík er komið í 16 liða úrslit bikarsins eftir sigur á KA í gær. Vegna vallaraðstaðna var leikið inni í Boganum og virðist þessir innileikir henta okkur mönnum vel því Grindavík sigraði leikinn 2-1. Það var Michael Posposil sem skoraði bæði mörk okkar manna það fyrra eftir sendingu frá Matthíasi en það seinna frá Magnúsi, bæði mörkin keimlík. Hallgrímur Már …
Áskorun til Grindavíkurbæjar
Aðalfundur UMFG skorar á Grindavíkurbæ að leysa úr aðstöðu til judo iðkunnar. Nú eru liðin 40 ára síðan Jóhannes Haraldsson byrjaði að þjálfa judo iðkendur í Grindavík. Judodeildin hefur eignast Íslandsmeistara á hverju ári síðan árið 1972 og einnig á hún eina ólympíufaran frá Grindavík og hefur judo deildin ávalt verið bæjarfélaginu til sóma.
Áskorun til Grindavíkurbæjar
Aðalfundur UMFG skorar á Grindavíkurbæ að leysa úr aðstöðu til judo iðkunnar. Nú eru liðin 40 ára síðan Jóhannes Haraldsson byrjaði að þjálfa judo iðkendur í Grindavík. Judodeildin hefur eignast Íslandsmeistara á hverju ári síðan árið 1972 og einnig á hún eina ólympíufaran frá Grindavík og hefur judo deildin ávalt verið bæjarfélaginu til sóma.
Grindavík 1 – Þór 2
Grindavík tók á móti Þór/KA í fyrsta heimaleik sumarsins hjá stelpunum. Grindavík byrjaði leikinn mjög vel og komst Anna Þórunn snemma í ágætt færi en náði ekki að nýta sér það. Stuttu seinna átti hún sendingu inn á Shaneka sem skoraði fyrsta mark leiksins. Gestirnir jöfnuðu leikinn á 23. mínútu með marki Rakelar Hönnudóttur úr vítaspyrnu. Grindavík var …