Sigur í bikarnum

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík er komið í 16 liða úrslit bikarsins eftir sigur á KA í gær.

Vegna vallaraðstaðna var leikið inni í Boganum og virðist þessir innileikir henta okkur mönnum vel því Grindavík sigraði leikinn 2-1.

Það var Michael Posposil sem skoraði bæði mörk okkar manna það fyrra eftir sendingu frá Matthíasi en það seinna frá Magnúsi, bæði mörkin keimlík.

Hallgrímur Már Steingrímsson minnkaði muninn fyrir KA en Grindavík stóð uppi sem sigurvegari.

Dregið verður í 16 liða úrslit bikarsins næstkomandi föstudag.