Liðsstyrkur til Grindavíkur

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Tveir gríðarsterkir leikmenn hafa gengið til liðs við Grindavík í körfuboltanum, þeir Sigurður Þorsteinsson sem kemur úr Keflavík og Jóhann Ólafsson sem kemur úr Njarðvík. 

 

Ekki þarf að fara mörgum orðum um hversu mikill liðsstyrkur þetta er fyrir liðið og ljóst að Grindavík mun mæta mjög sterkt til liðs á næsta tímabili.

Sigurður Gunnar Þorsteinsson og Magnús Andri Hjaltason, formaður körfuknattleiksdeildar UMFG, skrifa undir samninginn

 

Jóhann Árni Ólafsson og Magnús Andri Hjaltason, formaður körfuknattleiksdeildar UMFG, skrifa undir samninginn

 

Petrúnella Skúladóttir hefur einnig ákveðið að ganga aftur til liðs við Grindavíkur og er það mikill liðstyrkur fyrir kvennaliðið.