Gunnar til Ipswich

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Gunnar Þorsteinsson hefur ákveðið að ganga til liðs við hið fornfræga lið Ipswich Town

Gunnar á að baki fimm leiki með U-17 ára landsliðinu, þar sem hann bar oftast fyrirliðabandið, og nokkra leiki með meistaraflokki karla.

Í lok júní mun Gunnar halda til Englands þar sem hann mun skrifa undir samninga en hann hefur farið tvívegis út á reynslu og staðið sig vel.

Gunnar er annar leikmaður Grindavíkur sem semur með Ipswich því Óskar Pétursson var þessum slóðum frá 2005 til 2007 þegar meiðsli hans bundu enda á veru hans hjá Ipswich.