Fótboltafjör UMFG – Landsliðsmenn gefa Tækniskóla KSÍ

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Mánudaginn 30. maí mun knattspyrnudeild Grindavíkur vera með fótboltafjör á æfingasvæðinu í tilefni  útgáfu Tækniskóla KSÍ, eða fyrir leik Grindavíkur og Þórs. 

Tækniskóli KSÍ er DVD diskur sem knattspyrnusamband Íslands hefur verið að vinna að síðasta árið. Landsliðsleikmenn og starfsmenn koma frá KSÍ og færa öllum iðkendum gjöfina. Iðkendur allra flokka eiga að mæta á æfingasvæðið kl 18:00 og taka þátt í allskyns knattþrautum. Dagskrá:

Kl.18.00 Upphitun fyrir knattþrautir
Kl.18.15 Knattþrautir á æfingasvæðinu (fótboltagolf og margt fleira)
Kl.19.00 Tækniskóli KSÍ (Landsliðsfólk dreifir dvd diskum til allra iðkenda 16 ára og yngri)
Kl.19.30 Grill – Unglingaráð býður upp á pylsur
Kl.20.00 Grindavík – Þór, Pepsideild karla.